Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB

píratalógóÞingflokkur Pírata hefur lagt fram tillögu til þingsályktunnar þess efnis að Alþingi álykti að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda skuli áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum 31. maí 2014, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010.

Sjá nánar fréttatilkynningu þingflokks vegna stjórnartillögu um að aðildarviðræðum skuli slitið.

  Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni:
„Vilt þú að stjórnvöld haldi áfram aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið?
❏    Já, ég vil að stjórnvöld haldi áfram aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.
❏    Nei, ég vil ekki að stjórnvöld haldi áfram aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.“

Þingsályktunnartillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB

Umfjöllun um tillöguna á vettvangi Alþingis er hér að finna.