Málþóf – Málskot – Mótmæli

Í umræðu um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um að slíta skuli aðildarviðræðum, eru nokkur atriði sem þingflokkur Pírata vill vekja athygli á.

  1. Um þingsályktunartillögu er að ræða og þess vegna er ekki hægt að beita málþófi eins og ef um lagafrumvarp væri að ræða. Sjá reglur um ræðutíma.
  2. Forseti Íslands, hr Ólafur Ragnar Grímsson, getur ekki skotið málinu til þjóðarinnar, þar sem um þingsályktun er að ræða og 26. gr. stjórnarskrárinnar gildir bara um lagafrumvörp. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið getur því ekki verið bindandi en mikilvægt er að þrýsta á að slík atkvæðagreiðsla geti farið fram samhliða sveitastjórnarkosningum, til að tryggja góða þátttöku.
  3. Þingsályktunartillögu Pírata um að leggja skuli málið í dóm þjóðarinnar, þarf að samþykkja í síðasta lagi nú á föstudag, til að unnt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor, sbr. lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

 

Mótmæli við Austurvöll 24. febrúar 2014Í stuttu máli:

  1. Málþóf dugar ekki,
  2. Málskot dugar ekki,
  3. Mótmæli gætu dugað – til að þrýsta á að þingsályktunartillaga, um beina aðkomu þjóðarinnar að málinu, nái fram að ganga.