Afnám fangelsis fyrir tjáningu skoðana

Screen Shot 2014-02-17 at 13.48.49Þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp til breytinga á almennum hengingarlögum. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæðum almennra hegningalega, sem setja tjáningarfrelsinu skorður, verði breytt á þann á þann veg að ekki verði heimilt að dæma menn til fangelsisvistar fyrir að tjá skoðanir sínar. Um er að ræða breytingar á eftirfarandi ákvæðum:

 

  • 95. gr. sem sem fjallar um smánandi framferði gagnvart erlendri þjóð eða ríki.
  • 125. gr. sem fjallar um guðlast.
  • 233. gr. a sem fjallar um hatursáróður.
  • 233. gr. b sem fjallar um stórfelldar ærumeiðingar í garð nákominna ættingja.
  • 234. gr. sem fjallar um ærumeiðingar með móðgun í orðum eða athöfnum.
  • 235. gr. sem fjallar um aðdróttanir sem vega að virðingu manna.
  • 236. gr. sem fjallar um ærumeiðandi aðdróttanir sem hafðar eru í frammi eða bornar út gegn betri vitund.
  • 240. gr. sem fjallar um ærumeiðingar sem beint er að dánum manni.

Frumvarpið: Afnám fangelsisrefsinga fyrir tjáningu skoðana

Umfjöllun um frumvarpið á vettvangi Alþingis er hér að finna.