Fyrirspurnir um öryggissveitir í Írak og þátt rússa í hruninu

Útbýtt hefur verið í þinginu, fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, um fjármögnun öryggissveita í Írak. Þar spyr Birgitta utanríkisráðherra meðal annars hve miklum fjármunum íslenska ríkið hefur varið í þjálfunarverkefni Atlashafsbandalagsins, tengdum Írak; hvaða upplýsingar stjórnvöld fengu um nýtingu fjárframlaga í NTM-I verkefnið og í hverju þjálfun og störf öryggissveitana hafi falist; hvort ráðherra sé kunnugt um uppljóstranir sem lekið var á vefsíðu Wikileaks um starfsemi öryggissveitanna og lýsa meðal annars rekstri á pyndingafangeslum og formlegri afstöðu NATO og bandaríkjastjórnar um að láta pyndingar óáreittar; og að lokum spyr Birgitta hvort og hvernig íslensk stjórnvöld hafi brugðist við þessum upplýsingum og hvort ráðherra telji ásættanlegt að íslenska ríkið liggi undir ámæli fyrir að hafa tekið þátt í fjármögnun þjálfun öryggissveita sem uppvísar hafa orðið um afar grófar pyndingar, limlestingar og manndráp.

Þá lagði Birgitta fram fyrirspurnir er varða meint tengsl rússa við íslensk fjármálafyrirtæki í aðdraganda hruns íslensku bankana. Fyrirspurnirnar lúta m.a. að rannsóknum breskra yfirvalda á peningaþvætti í íslensku bönkunum og rannsóknar danskra yfirvalda á uppruna fjármagns sem notað var til fjármögnunar á stórfyrirtækjum í Danmörku. Þá spyr Birgitta hvort rannaskaður hafi verið þrálátur orðrómur um innlagnir á huldufjármagni frá Rússlandi inn í íslenska banka í kjölfar einkavæðingar þeirra og að lokum hvort ráðherra telji ástæðu til að rannsaka þessi efni betur til að mynda með skipun sérstakrar rannsóknarnefndar.