Kristín Pírati bloggar
Beint lýðræði. Yarr! Why are Pirates called Pirates? Because they arrr!
Ég skil! Skuldaskil.
Categories: Uncategorized

Ég hitti Jón Gnarr og Unni Margréti Arnardóttur í ráðhúsinu í september sl. og sagði þeim í punktastuttu máli frá nokkrum hugmyndum sem ég hef um aukinn stuðning borgarinnar við skuldara.

Hér að neðan eru punktarnir sem ég hripaði niður fyrir borgarstjórann og verkefnisstjórann. Það er vont að vera skuldari – og enn verra þegar líka stendur yfir glíma við sjúkdóma og/eða aðra erfiðleika sem þvælast fyrir skuldaskilum.

Hugmyndir um sérstakan stuðning við skuldara sem eru:

► með skerta ákvarðanagetu, minni, athygli, framkvæmdagetu, hreyfigetu eða einfaldlega skítblankir

 

Til dæmis vegna þess að þeir eru:

• heimilislausir

• fíklar

• fatlaðir

• útlenskir

• með athyglisbrest

• geðsjúkdóma

• á einhverfurófi

•aldraðir

• fátækir

• atvinnulausir

• með þungt heimili

• eina fyrirvinnan

• með dyslexíu

• með síþreytu/vefjagigt, aðra sjúkdóma eða raskanir sem valda þreytu, heilaþoku, frestunaráráttu og/eða hreyfierfiðleikum

• kokteill af þessu

 

Skuldasvið borgarinnar: Starfsmenn sem taka hlýlega á móti fólki og fara yfir kringumstæður ef þurfa þykir (sum smærri mál hægt að leysa í símtölum, sms, email, facebook …)

 og bjóða lausnir, til dæmis:

 

• mentor (skipulagstæki og tól, og/eða áframhaldandi mannlegan stuðning, svo sem markþjálfun)

• niðurfellingu dráttarvaxta og/eða lögfræðikostnaðar

• niðurfellingu skulda

• lengri tíma til að borga skuldir

• að skuldari borgi með samfélagsþjónustu

• námskeið í skuldaskilum

 

 

Skuldari leggur sitt af mörkum eins og honum framast er unnt svo sem að standa við nýtt samkomulag, mæta í endurhæfingu, vera jákvæð/ur gagnvart tillögum …

 

Fyrirbyggjandi:

1.      Jákvæðar, styðjandi áminningar: gsm/facebook/heimasími/tölvupóstur/bréf/heimsókn

2.      Lengri greiðslufrestur áður en álögur koma til, og fleiri áminningar.

—-

Jón og Unnur tóku ágætlega í þetta og mér heyrðist Jón ekki síst spenntur fyrir hugmyndinni um að greiða niður skuldir með samfélagsþjónustu. Ég er auðvitað hrifin af henni líka og myndi óska fyrir eigin hönd að ég fengi markþjálfa með loftpressu inn á heimilið til að bora inn í mig skuldaskipulag. Þrátt fyrir góðan ásetning og mikinn greiðsluvilja (orð sem var rifjað upp á fundi nýverið við mikla en blendna kátínu) á ég enn í vandræðum með að borga skuldirnar mínar á réttum tíma. Þótt það sé oft vegna “slæmrar lausafjárstöðu” þá er athyglisbrestur líka algengur sökudólgur. Á endanum sit ég svo uppi með himinháar bílastæðasektir og annað skuldakyns í leikhúsi fáránleikans. Það kemur loks að því að þetta reddast reddast ekki lengur og þá eru góð ráð (allt of) dýr. Ég vona innilega að hugmyndirnar mínar rati lengra. Yfir til þín, Jón.

Leave a Reply