Kristín Pírati bloggar
Beint lýðræði. Yarr! Why are Pirates called Pirates? Because they arrr!
Einn lítill, tveir litlir, milljón Píratar
Categories: Uncategorized

Hefurðu kynnt þér Pírata? Við erum hópur fólks sem vill gerbreyta því hvernig stjórnmál eru iðkuð á Íslandi – og alls staðar í heiminum því við erum alþjóðahreyfing. Við viljum að almenningur ráði því hvernig landinu er stjórnað og taki sjálfur ákvarðanir um það, eftir að hafa fengið vönduðustu fáanlegar upplýsingar. Við höfum búið til frumgerð á netinu að því hvernig svona lárétt lýðræði getur litið út. Mannréttindi og borgararéttindi eru mænan í okkar starfsemi. Gamla flokkspólitíkin  sem hingað til hefur alltaf þróast í sérhagsmunagæslu og klíkuskap er ekki eitthvað sem við getum sætt okkur við. Þingmenn eru í þjónustu þjóðarinnar, hvorki meira né minna. Píratar vinna með öllum þeim sem hafa góðar hugmyndir í þágu samfélagsins, studdar vönduðum upplýsingum, og  sem hafa viljann til að fylgja þeim eftir, hvort sem þær njóta dægurvinsælda í fjölmiðlum og á Alþingi eða ekki. Við viljum gott, sanngjarnt samfélag þar sem allir geta látið rödd sína heyrast. Við lofum aldrei upp í ermina á okkur en við lofum að fara vel með atkvæðið þitt. Lestu grunnstefnuna okkar á piratar.is og taktu þátt í að móta stefnu í ýmsum málum á x.piratar.is. Allir 16 ára og eldri geta skráð sig til þátttöku í Pírötum, þótt þeir séu í öðrum flokkum. Og hvert einasta atkvæði skiptir máli. Jafnvel þótt við komum bara einni manneskju að þá er hún á við tíu vegna baklandsins út um allan heim. En auðvitað viljum við koma sem flestum af okkar fólki að, því margar hendur vinna þarft verk. Vonandi verður þú með okkur í þessu. Mjór er mikils vísir en við viljum gjarnan fitna rækilega og fá fullt af atkvæðum því þannig aukast líkurnar verulega á því að við getum útbreitt og aflað fylgis stefnu okkar um gott samfélag sem við berum sameiginlega ábyrgð á..

Leave a Reply