Kristín Pírati bloggar
Beint lýðræði. Yarr! Why are Pirates called Pirates? Because they arrr!

Heimili: Reykjavík. Velferð: ? Okkur skortir rannsóknir en vitum þó að margir borgarbúar eru hjálparþurfi.  Aldraðir, veikir, fatlaðir, efnalitlar fjölskyldur, námsmenn, fíklar, heimilislausir, útlendingar, atvinnuleitendur, fangar, skuldarar, börn og unglingar sem búa við erfiðar heimilisaðstæður eða kljást við vanlíðan af öðrum sökum … listinn er langur. Borgin stendur sig ekki vel í að rétta hjálparhönd. […]

Ég hitti Jón Gnarr og Unni Margréti Arnardóttur í ráðhúsinu í september sl. og sagði þeim í punktastuttu máli frá nokkrum hugmyndum sem ég hef um aukinn stuðning borgarinnar við skuldara. Hér að neðan eru punktarnir sem ég hripaði niður fyrir borgarstjórann og verkefnisstjórann. Það er vont að vera skuldari – og enn verra þegar […]

Við þurfum enga bíla í Reykjavík nema farþegaflutningabíla, vöru- og búslóðaflutningabíla og öryggisbíla. Þ.e. almenningsvagna (strætó eða sporvagna), lögreglu,- sjúkra- og slökkvibíla, flutningabíla og bíla fyrir fatlaða. Þetta myndi nánast þurrka út þörfina fyrir bílastæði. Í fljótu bragði sýnist mér að stefna okkar í bílastæðamálum sé ívið nær stefnu Bandaríkjanna en Evrópu, en ég hef […]

Ég er svo heppin. Árið 1993 hlustaði ég á skipasinfóníu í höfninni í Amsterdam. Nú stendur til sams konar viðburður í Reykjavík og ég hvet fólk sem er statt í borginni eða nágrenni hennar að fara niður á miðbakka og hlusta (og horfa) klukkan 17:45 í dag. Ef það tekst eitthvað í líkingu við jafnvel […]

Við kjósendur högum okkur svolítið eins og kisulórur og hvolpakrútt. Elskum að láta strjúka á okkur kviðinn og klóra okkur á bak við eyrun. Þetta höfum við enda verið vanin á. En nú er kominn tími til að bretta upp ermar. Mér þykir leitt að vera boðberi slæmra frétta en við erum of lítið að […]

Við verðum að skilja heiminn til að breyta honum, sagði Marx. En hvernig eigum við að geta skilið hann ef upplýsingum er markvisst haldið frá okkur? Ef við fáum ekki aðgang að upplýsingum um það sem fer fram í þinginu, nefndunum, bönkunum og öllum hinum stofnununum? Það hefur alltaf verið erfitt að nálgast þessar upplýsingar […]

Categories: Uncategorized | 3 Comments

Mig langar að tileinka einn dag á íslenska dagatalinu þeim sem eru geðveikir á ýmsan hátt, svo sem með geðklofa, mikinn kvíða, þunglyndi og svo framvegis. Mad Pride ryður sér til rúms í æ fleiri löndum, en eitt af verkefnum þess átaks er að geðveikir eignist sjálfir þessi hugtök sem notuð eru um þá og […]

Mannfræðingar fara út á meðal fólks, tala við það og kynna sér skoðanir þess og skynjun, staðbundna menningu og gagnkvæm tengsl við aðra menningarheima. Í heimi fræðanna eru mannfræðingar einir sterkustu málsvarar þeirra sem beittir eru ranglæti og ofbeldi. Ég lærði mannfræði og það var því eðlilegt skref að verða Pírati. Þar slær hjartað líka […]

Við komum til starfa eins og strákurinn sem sá að keisarinn var ekki í fötum og hafði orð á því. Við erum óhrædd við að spyrja og benda á það sem betur má fara. “Hei! Alþingi er fullt af fólkið sem þykist vita allt af því það heldur að annars missi það völdin!” “Og hvað? […]

Réttlæti ræður ekki ríkjum á Íslandi. Ekki heldur jöfnuður. Sumir Íslendingar eru svo fátækir að þeir verða oftast nær að skilja mjólkurlítrann eftir í búðinni af því að peningarnir duga ekki til. Síðustu tíu daga mánaðarins eru borðaðar núðlusúpur og spagettí með tómatsósu. Fjöldi fólks vinnur hörðum höndum alla ævi án þess að eiga fyrir […]