Af hverju ég tel mig vita að bóluefni séu ekki skaðleg þrátt fyrir að hafa aldrei lesið rannsókn um það

Undanfarið hefur geisað upp umræða sem þrátt fyrir að vera orðin kominn til ára sinna hefur aldrei verið háværari, allavega ef internet bubblan mín er eitthver mælikvarði. Þessi umræða hefur komið upp öðru hverju og alltaf er fólk ósammála, en þó er yfirgnæfandi meirihlutinn samt sem áður alltaf hlyntur bólusetningum og handviss um ágæti þeirra.

Ég hef horft upp á samræður þar sem fólk er kastar hlekkjum af frétta- og rannsóknar-greinum að hvort öðru í von um að sannfæra hvort annað. Ég viðurkenni hérmeð að ég hef aldrei lesið rannsóknargreinar um þessi mál. Ég skammast mín ekki einu sinni fyrir það. Ef ég ætti að lesa allt það sem fólk er að ota að mér að lesa væri lítill tími fyrir nokkuð annað í lífinu hjá mér. Ég er ekki að segja að fáfræðin í þessu máli geri mig að eitthverjum sem getur sagt öðrum hvernig þeir eiga að hugsa í þessu máli en mér finnst ég samt geta tekið afstöðu í þessu máli og það jafnframt frekar markvisst.

Þessi umræða er orðin nógu gömul og fólk búið að deila nógu lengi og hatramlega um þessi mál og umræðan hefur farið nógu víða um að ef það væru eitthverjar ástæður fyrir áhyggjum þá væru þær ástæður komnar fram. Vísindasamfélagið er of stórt og í of mörgum heimsálfum til þess að það geti tekið afstöðu til þess að taka ekki mark á rannsóknum sem sýna fram á skaða eða reyna að koma í veg fyrir slíkar rannsóknir. Ef að um væri að ræða yfirhylmingu eða þöggun á hluta lyfjaiðnaðarins eða vísindasamfélagsins þá væri það einfaldlega komið fram á þessu stigi málsins. Það er ekki bara vísindasamfélagið sem að spannar allan heiminn heldur fréttasamfélagið líka og vísindasamfélagið þyrfti að fá fréttaheiminn með sér í lið til að halda umræðunni þannig að þeir sem trúa á skaðsemi bólusetninga séu með skoðanir bygðar á rangfærslum. Þó að ég lesi ekki þessar rannsóknir en ég veit að það eru nógu marga sem nenna því til þess að það væri meiriháttar ósennilegt að halda eitthverjum sannleika um skaðsemi bóluefna í skefjum.

Fram hafa komið hræðilegar aðferðir og iðjur stundaðar innan læknastéttarinnar í gegn um tíðina, ég nefni thalidomide notkun hjá gangandi mæðrum, radium stangir stungið í nefhol hjá börnum og framheila skurðlækningar á geðsjúklingum. Allar þessar iðjur hættu skömmu eftir að fólk fór að gagnrýna þær og fóru að kafa ofan í skaðsemi þeirra. Miðað við að Dr. Wakefield fór að róta upp efasemdum um bólusetningar árið 1998 og enn er ekkert haldbært komið í umræðuna sem að fær fólk til að sammælast um skaðsemi bólusetninga þá tel ég að mér geti verið rótt með afstöðu mína.

Þó svo að það sé til fólk sem virðist algerlega sannfært um hið gagnstæða þýðir ekki að það sé einnhvað haldbært á bak við áhyggjur þeirra. Ég veit um nógu marga sem, ekki bara trúa á Jesús, heldur eru fyrirmunað að skilja af hverju aðrir sjá endurreisn hanns sem ósennilega. Þetta fólk fær mig til þess að skilja að sumir eru hreinlega orðnir of fjárfestir í eigin raunveruleika til þess að ég eða nokkur annar sé að fara að snúa þeim til betri vegar. Aftur á móti sé ég litla þörf að fara að kasta fúkyrðum eða dónaskap til þerra sem ekki deila minni heimsmynd. Annað með umræðuna er að jafnvel þó að sumir snúast aldrei þá eru ennþá til þeir sem að enn hafa ekki tekið afstöðu og ég myndi segja að umræðan sé fyrst og fremst að þjóna þeim. Þá beri oftast hæst að vera kurteis, málefnalegur og vera með hlekki sem fólk eins og ég nennir ekki að lesa.

Posted in Uncategorized

Pyntingar og bandamenn

Við Íslendingar erum í þeirri erfiðri stöðu að geta ekki séð um varnir okkar á eigin spýtum. Við erum of fá og það kostar of mikið. Eini raunverulegi valkosturinn okkar er að taka þátt í varnarbandalagi með stærri og sterkari þjóðum til að tryggja öryggi okkar. Eftir seinni heimstyrjöldina lá frammi fyrir okkur sá kostur að ganga í NATO og sá kostur var hreint ekki sá versti. Ný yfirstaðinn heimstyrjöld var búin að sýna okkur að ekki er hægt að treysta á að vera látin í friði á þeim forsendum að láta aðra í friði. Bandaríkin, ásamt öðrum vesturlöndum, höfðu sigrað stríðið gegn gríðarlegri ógn sem að valltaði yfir margar þjóðir. Sá ógnvaldur fór fram með miskunarleysi og virðingarleysi fyrir manneskjum sem að ofbauð fólki innst inn í hjartarætur. Þegar við völdum að ganga í NATO gengum við til liðs við bandamenn sem að höfðu barist gegn því virðingaleysi og miskunarleysi. Einginn þjóð er saklaus í stríði, stríð er hræðilegt ástand sem að skilur eftir sig eyðileggingu og rústir og raskar lífum fólks á hræðilegan hátt, en fólk var sammála um að stríðsástand afsakaði ekki suma hluti. Þær þjóðir sem stóðu með sigur úr bítum komu sér saman um að skilgreina þá verstu sem stríðsglæpi. Við fundum í NATO bandalag sem að vildi verja mannréttindi og beita ekki stríðsglæpum, jafnvel undir hræðilegustu kringumstæðum.

Eftir seinni heimstyrjöldina fékk Ísland á næstu áratugum heilmikið fjármagn í formi marshal aðstoðar. Þessi aðstoð var að hluta grundvöllur fyrir þeirri uppbyggingu sem að hefur orðið á þessu landi síða þá. Við eigum því þessari aðstoð mikið að þakka og það er ekki skrítið að við höfum haldið okkar okkar enda í þessu bandalagi þegar komist hefur til kastana í gegn um tíðina. Í raun hefur krafan aldrei verið neitt ofboðslega há á okkur. Samstöðu yfirlýsing hér og þar þegar að bandamenn okkar komast í kast við önnur lönd, friðagæsluliðar hér og þar þegar við getum, smá sjóðir í þjálfun og uppbyggingu á átaksvæðum. Ekkert sem að var okkur ofaukið og í raun var tryggingin á frið og sú hugarró fem honum fylgir miklu verðmætari heldur en það fjármagn og pólitískur kostnaður sem okkur hefur orðið af sökum þessa bandalags.

Nú stöndum við á krossgötum. Þetta bandalag sem að hefur verið okkur í tíðina afar gott og kostnaðarlítið er orðið meingað. Margir myndu segja að það hafi orðið það fyrir löngu og að allar hugmyndir um annað stafast af því að neita að horfast í augu við raunveruleikann. Það má vera, það er ekki hagur okkar að þetta bandalag væri eitrað og í raun skiljanlegt að reynda að grafa hausinn í sandinn. Nú er hins vegar einginn sandur eftir og raunveruleikinn starir okkur í augun. Við erum í bandalagi með þjóð, sem stundar pyntingar. Hræðileg mannréttindabrot og stríðsglæpur á borð við pyntingar er ekki eitthvað sem við getum tekið þátt í. Það er erfitt að trúa því að okkar bandalagsbróðir, sem að er svo oft bendlaður við frelsi og borgararéttindi, landið sem að lengi vel var frummynd réttarríkisins, sé kominn á þennan stað. En þannig er það nú samt. Margt hefur gengið á seinustu áratugi og kannski ekkert skríðið að fólk sé orðið dálítið dasað. Fregnir og vísbendingar um að ástandið væri orðið óásættanlegt komu í bylgjum. Árásir á lönd á sem svo reyndust vera byggðar á fölskum forsendum. Allt hefur þetta styrkt okkur í því að horfa undan og magnað upp meðvirknina. Við höfum neitað að trúa að vinur okkar væri fársjúkur og að við værum með þögn okkar og opinberum stuðningi að taka þátt í veikinni með honum. Manni verður hugsað til sögunar um froskinn sem að hoppar ekki úr pottinum sem að er settur á suðu hægt og rólega því að hitinn rís svo rólega að froskurinn skynjar ekki hættuna fyrr en um of seint.

Nýleg skýrsla um pyntingar Bandaríkjanna ætti bara að gefa okkur einn kost í stöðunni. Við lestur hennar ætti öllum að vera ljóst að ekkert annað er eftir í stöðunni en að snúa baki við þeim sem telja sig meiga koma svona fram við manneskjur. Þetta er svo langt frá því að vera í lagi. Ég hvet alla til að tjá sig um þetta mál og fordæma þessar aðgerðir. Ég hvet alla til að hafa samband við sína þingmenn, sama hverja maður kaus, og byðja þá um að taka aftöðu gegn þessu grófu mannréttindarbrotum. Pyntingar eru stríðsglæpur og Ísland á ekki að vera meðsekt í þeim. Annað er firra og uppgjöf gegn illsku.

Posted in Uncategorized

Það er ekkert að fara að gerast (nema þegar það gerist)

Nýlega fór í gegnum Alþingi frumvarp sem gaf Hagstofu Íslands auknar heimildir til söfnunar persónuupplýsinga. Upp komu raddir um að þeim gögnum gæti verið misbeitt eða lekið en það var sussað á það með þeim svörum að í fyrsta lagi væru gögnin dulkóðuð og í öðru lagi að engin ástæða væri til að ætla að það fagfólk sem eru embættismenn Íslands myndi stunda slíkt. Svona til að þagga niður í áhyggjunum var síðan bætt inn refsiákvæði upp á tveggja ára fangelsisvist fyrir það að misnota þessar upplýsingar.

Varðandi dulkóðunina þá er þar um að ræða einfalda skráarflokkun, þar sem upplýsingar fá annað gildi - en ef lykillinn lekur með upplýsingunum eða ef nógu mikið af þeim kemst í rangar hendur má gefa sér að hægt sé að lesa úr þeim með einföldum samanburði við aðrar upplýsingar sem orðið hafa fyrir sömu skráarflokkun. Það er hins vegar erfitt að koma með gagnrýni á öryggi þessarar dulkóðunar vegna þess að öryggiskerfi Hagstofunar eru ekki opinn hugbúnaður og lítið liggur fyrir um öryggismálin þar opinberlega almennt. Máske að þau séu samt klúðursminni en bókhaldskerfi ríkisins

Annað er það að persónuupplýsingar eru skyndilega lekanlegar! Svo virðist að ef persónuupplýsingar geta verið notaðar sem pólitískt útspil þá sé lítil hindrun til staðar gegn því að slíkt gerist, jafnvel þótt sá sem lekur þeim geti hlotið allt að þriggja ára fangelsisvist sem refsingu.

Þegar allsherjarnefnd ræddi þessi mál fékk hún til sín ýmsa álitsgjafa og var meðal annars aðili sendur frá Seðlabankanum. Þau hjá Seðlabankanum töldu þessa söfnun fyrirtaks framtak, nefndarmönnum var tjáð að slíkar upplýsingar mætti nota til viðamikils fjármálaeftirlits og jafnvel meira til. Auðvitað er þetta ekki tilgangurinn með þessum lögum en það er gott að hafa svona bak við eyrað, að þegar upplýsingum hefur verið safnað á annað borð verða alltaf til aðilar sem eru áfjáðir í að komast í þær.

Lekinn varðandi Evelyn Glory Joseph og Tony Omos var heldur klaufalegur og frekar áberandi hvernig að honum var staðið. Ég myndi ætla að fólk læri af mistökum sínum og næst þegar það á að misnota persónugögn þá munu ummerki þess vera ósýnilegri og betur gætt að öryggi þeirra sem sitja á bak við tjöldin og misnota stöðu sína…

…nema að eitthvað gerist.

Píratar og tekjur listamanna

Nýlega gagnrýndi Svavar Knútur Pírata fyrir að hafa skoðanir á því hvernig tónlistarmenn eigi að afla sér tekna þar sem Píratar eru, upp til hópa, ekki atvinnutónlistarmenn, og hafa því ekki forsendur til að vera að vasast í því hvernig þessi hópur fer að því að afla sér tekna. Hann segir að það fólk sem lifir og hrærist í þessum iðnaði og hefur hvað mestra hagsmuna að gæta í honum sé það fólk sem skilur þessi mál hvað best því það þarf að reyna þau á eigin skinni. Þetta er að mestu leyti frekar sanngjörn gagnrýni og upp til hópa hafa Píratar verið frekar sammála þessu viðhorfi. Með einni mikilvægri undantekningu þó: við viljum ekki að tekjur listamanna séu notaðar sem afsökun fyrir því að netinu sé stjórnað af gerræði, sem við erum algjörlega sannfærð um að sé í raun eina leiðin til að bregðast við ólöglegri stafrænni afritun og dreifingu ef fara á þá leið. Það þyrfti sumsé að fara alla leið með þetta og slíkt gengur hreinlega ekki. Vandinn er bara sá að um leið og við Píratar tökum þessa afstöðu erum við krafin um að finna lausn á þeim vanda sem er ólögleg afritun og dreifing. Þetta er vandamál sem hefur verið til staðar frá upphafi stafrænna verka og það er enn engin haldbær lausn í sjónmáli þó Píratar séu allir að vilja gerðir.

Sumir segja ólöglega afritun og dreifingu vera þjófnað. Sú afstaða er skiljanleg en þó ekki alveg rétt. Þegar afritunin á sér stað missir afritarinn ekki sitt eintak og verður ekki fyrir þeim missi að hans eintak hverfi í hendurnar á öðrum. Ætlunin með að nefna þetta er ekki að gera lítið úr þeim skaða sem þetta getur valdið heldur að benda á eðlislægan mun á afritun annars vegar og þjófnaði hins vegar. Skaðinn sem getur orðið af þessu athæfi er tekjuskerðing listamannsins í formi minnkandi sölu. Önnur hegðun sem getur valdið tekjuskerðingu höfundar og framleiðsluaðila er lánveiting. Þegar einn aðili lánar öðrum hlut þá koma aðilarnir þar í veg fyrir líklega sölu á svipuðum muni. Lánveiting er samt einnig ólík afritun í eðli sínu, vegna þess að lánveitandi missir tímabundið yfirráð yfir vörunni á meðan hún er í láni. Þó svo að lánveiting sé algeng og samfélagslega viðurkennd hegðun þá þýðir það ekki að hún sé nauðsynlega í eðli sínu siðferðislega réttlætanleg. Það er meira að segja auðveldlega hægt að rökstyðja að svo sé ekki. Ástæða þess að það hefur aldrei komið til tals að banna lánveitingar er tvíþætt. Fyrst og fremst er það vegna þess að slíku banni væri ógerlegt að framfylgja nema að litlu leyti. Í öðru lagi myndu nauðsynlegu ráðstafanirnar sem settar væru til að framfylgja slíku banni fela í sér óásættanleg inngrip í friðhelgi einkalífsins. Það er eitt að fylgjast með sínum eigin eigum og passa upp á þær en það er allt annar handleggur að fylgjast með öllu samfélaginu. Hið síðara yrði að gera á netinu til að sporna gegn afritun rétt eins og það yrði að gera það úti í raunheimunum til að sporna gegn lánveitingum. Það má setja ólöglega afritun einhvers staðar á milli lánveitinga og þjófnaðar en öll þessi athæfi geta verið tekjuskerðandi fyrir framleiðandann.

Píratar hafa verið duglegir við að nefna það að markaðurinn hefur getað aðlagast nýrri tækni hingað til og þrátt fyrir að viðskiptalandslagið sé í mótun er staðan ekki sú að listamenn séu að verða fyrir skerðingu í víðara samhengi. Það eru að þróast nýir viðskiptahættir og þó að þeir séu ekki gallalausir þá voru þeir gömlu það ekki heldur. Þróunin sýnir samt að fólk eyðir jafn miklu nú - ef ekki meiru - en það gerði áður í afþreyingarefni.

Margir listamenn eiga erfitt með að sætta sig við þessa þróun; með að horfa upp á  að það er fólk sem er að gera hluti sem mögulega valda þeim tekjuskerðingu. Ég get vel skilið að þeim finnist það sárt að einstaklingar borgi þeim ekki en njóti samt afraksturs vinnu þeirra. Ég gæti líka skilið ef skóflugerðarmaður væri sár yfir því að fólk stundaði það í stórum stíl að kaupa skóflur og lána þær oft til annarra. Þrátt fyrir það myndi ég aldrei vilja leyfa skóflugerðarmanninum að setja örflögu á allar skóflur til að hann gæti passað upp á skóflunotkunina hjá öðrum. Það væri aðgerð sem ég myndi berjast gegn. Ég er samt ekki með neinar hugmyndir um hvernig eigi að koma í veg fyrir lánveitingar. Skóflusala er ekki mín sérfræðiþekking og því best að ég tjái mig ekkert um hana. Sumir myndu benda á að ef fólk fær lánaða skóflu eykur það líkurnar á því að það kaupi sér skóflu sjálft seinna. Ég þykist ekkert vera ofar skóflusalanum í heimspeki eða siðferði eða betri viðskiptamaður en hann. Það eina sem ég er að segja er að þrátt fyrir mögulegan tekjumissi er fáránlegt að fylgjast með öllum skóflum.