Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Er atkvæðið þitt öruggt?

Það er flókið að halda kosningar. Að mörgu þarf að gæta og mikið af fólki þarf í hin ýmsu störf. Að sjálfsögðu geta orðið mistök eins og að kjósandi fær óvart tvo atkvæðaseðla sem eru fastir saman, bunki af atkvæðum lendir óvart í stafla annars flokks, kjósandi mætir og það er þegar skráð að hann hafi kosið. Þetta gerist allt reglulega. Hægt er að gera ráðstafanir til að draga úr þessu en í þessari grein langar mig að fjalla dálítið um þann hlut sem ég tel að væri mest áríðandi að laga sem fyrst. Það eru kjörkassarnir sjálfir og öryggi þeirra.

Margir kassarnir eru orðnir áratuga gamlir. Sumir vilja samt meina að gömlu kassarnir séu í raun mun vandaðri en þeir nýju. Ég hef ekki tölu yfir hvað ég hef séð margar gerðir af kössum frá því ég byrjaði að fylgjast með þessu. Aðeins eru reglur um lögun kassana en ekkert um úr hvaða efni þeir eiga að vera eða hvernig samskeyti eru tryggð. Sumir kassana eru úr það lélegu efni að þeir brotna gjarnan í flutningum eða þegar þeir eru opnaðir of harklega þegar mikill hamagangur er á talningarstað.
Með verstu dæmum eru kassar sem eru einfaldlega bara skrúfaðir saman á hliðum þannig að aðeins þarf í raun skrúfjárn til að opna þá þó lokið sé læst og innsiglað.
Alvarlegast fannst mér þó þegar ég sá kassa sem höfðu augljóslega upphaflega verið límdir saman en hefur síðar verið breytt svo að hliðarnar eru skrúfaðar.

orginalviðgerður

Hver ber ábyrgð á kjörkössunum.
Önnur málsgrein 69.greinar laga um kosningar til Alþingis  segir: “Í kjörfundarstofu skal enn fremur vera hæfilega stór atkvæðakassi sem sveitarstjórn leggur til. Atkvæðakassinn skal þannig búinn að ekki sé unnt að ná kjörseðli úr honum án þess að opna hann og þannig að unnt sé að læsa honum. [Ráðherra] 1) getur sett nánari reglur um stærð og gerð atkvæðakassa.
Þriðja málsgrein sömu greinar segir: “Yfirkjörstjórn skal gæta þess að jafnan séu til nægir atkvæðakassar til afnota í kjördæminu. “
Þannig að í stuttumáli setur ráðherra reglur um gerð kassana en yfirkjörstjórn kjördæmis á að sjá um að skaffa þá ef þá vantar.
Lög um sveitarstjórna kosningar kveða á að að jafnaði skulu sömu kassar notaðir og við alþingiskosningar og skilgreina svo aðeins betur lögun kassana.
Venjan er að sveitarfélögin hafi svo varðveitt kassana á milli kosninga.
Það virðist því vera sem að aðeins dómsmálaráðherra sem hefur þetta á sínu borði og geti sett fram reglur sem yrði til þess að kassarnir yrðu uppfærðir.

Innsiglin sem notuð eru á kassa hafa heldur ekki verið tekin nægilega alvarlega. Þegar Íslendingum vantaði innsigli eftir að takmörkuðum ákvæðum um það var bætt í kosningalögin voru fengin innsigli sem norska lögreglan notar í sínum störfum. Athugið að þau innsigli nota norðmenn ekki skjálfir á sína kjörkassa.
Þessi innsigli voru ónúmeruð á stórri límmiðarúllu og ekki var gætt að því hvernig þau voru varðveitt á milli kosninga.
Eftir alþingiskosningar 2013 lagði ég inn kæru sem var með samantekt atvika sem ég og aðrir umboðsmenn í kosningum höfðum orðið vitni að. Meðal atriða sem Píratar gagnrýndu var að engin númer voru á innsiglunum. Við þessu var brugðist að hluta til. Innanríkisráðuneytið sem var með þetta á sinni könnu gætti að því að með kjörgögnum fylgdi samskonar límbandsrúlla og áður en núna með númerum. Ég veit að í suðurkjördæmi gaf yfirkjörstjórn þau tilmæli að innsigla ætti alla kassa og skrá númer í gerðabók. Það tók svo tvær kosningar að venja undirkjörstjórninar að nota ekki gömlu innsiglin. Eða kannski kláruðust þau bara.
Ekki var samt svo í öllum kjördæmum. Í Reykjavík t.d. þar sem atkvæði eru talin á sama stað er ekkert innsigli sett á kassana. Það er nefnilega hægt að túlka lögin þannig að aðeins þurfi að innsigla kassana áður en þeir eru fluttir. Það er mér óskiljanlegt af hverju það er ekki í lögum að innsigla eigi kassana þegar þeir eru skoðaðir og læstir í upphafi kjörfundar.

Kosningar eru undirstaða lýðræðis. Við verðum að vanda til verka þegar kemur að framkvæmd þeirra. Í stóra samhenginu er kostnaðurinn við að fá almennilega og örugga kjörkassa ekki neitt sem ætti að standa mönnum í vegi. Kosningar verða að vera yfir allan vafa hafnar.

Ég mundi vilja fara svipaða leið og Norðmenn og halda hönnunarkeppni um gerð kassanna. Krafan væri þá að ekki væri hægt að opna þá á annan hátt en ætlast er til án þess að ummerki þess sjáist. Og að hægt sé að innisgla þá með öruggu innsigli. Helst lykkju innsigli en ekki límmbandi.
Svo má ekki gleyma að lagfæra þarf kosningarlög til að taka fram að innsigla eigi kassana í upphafi kjörfundar.  Það ætti einnig að eiga við utankjörfundar kassa.

Ábyrgð þingmanns gagnvart grasrót.

Grein 48. Í núverandi stjórnarskrá segir “Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum”

Píratar vilja reyna að gera stjórnmálaflokk sem er með eins flatt skipulag og mögulegt er. Enginn aðili á að hafa meira að segja um stefnu flokksins umfram annan. Ekki heldur kjörnir fulltrúar
Þess vegna var það svo að þegar Píratar voru að semja lög félagsins fyrir stofnfund, var mikill áhugi hjá félagsmönnum að reyna að gera þingmenn ábyrga gagnvart flokknum. Dálítill ótti var að svipað gæti gerst og hafði gerst hjá nokkrum stjórnmálaflokkum á þessu tímabili, það er  að þingmenn segðu sig úr flokknum en héldu þingsætinu.
Mörgum þótti sem þingmaður gæti haldið jafnvel grasrót stjórnmálaflokkanna í hálfgerðri gíslingu ef grasrótin tæki ekki ákvarðanir sem þóknaðist þingmanninum. Eins og Píratar vita að þá er alltaf kosið um stefnu flokksins meðal allra félaga, sem á því hafa áhuga, í kosningarkerfi flokksins.
Það var þó ljóst frá upphafi  að lög félagsins mættu ekki fara gegn gildandi lögum og stjórnarskrá. Málamiðlunin var þá sú að setja í lög félagins að þingmenn mættu á lágmarks fjölda funda þar sem félagar hefðu reglulegt aðgengi að þingmönnum. Þess vegna er ákvæði um framfarafundi hjá okkur sem hefur þó tekið einhverjum breytingum frá stofnfundinum.
Kinkað var kolli yfir þessu og viðurkennt að við þyrftum að komast inn fyrst og gætum svo tekið umræðuna upp aftur þegar sjéns væri á að breyta þessu
Í nýju stjórnarskránni sem stjórnlagaþing samdi er sama grein en þó lítið breytt “Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, en ekki við nein fyrirmæli frá öðrum.”

Undirritaður gerir sér fulla grein fyrir því að ef við skoðum betur þessa grein stjórnarskrárinnar, að þá er ástæða fyrir henni sem auðveldlega er hægt að færa rök fyrir.
Til gangur þessa pistils er þó ekki að fjalla einungis um þetta ákvæði stjórnarskrárinnar né að tala fyrir breytingum á henni sérstaklega.

Það er undir hverju þingmanni komið eftir að hann nær kjöri hvað hann vinnur mikið með grasrót og hversu mikið hann fer eftir samþykktum stefnum félaga.
Hvað getum við þá gert þegar við tölum um að félagar eigi að hafa áhrif oftar en á fjögurra ára fresti(svona venjulega).
Þá fyrst höfum við tækifæri til að kjósa og gera upp við þingmenn sem okkur þykir að hafi ekki staðið sig gagnvart stefnumálunum með atkvæði í prófkjöri. Allavega getum við það í minnst á fjögurra ára fresti hjá Pírötum þar sem lög félagsins kveða á um að það verði að halda prófkjör án undantekningar. Víða er þetta enn loðnara.

Það verður víst varla hægt að laga þetta fyrr en við erum komin með persónukjör í kosningum í stað flokkræðis.

Ættu þingmenn oftar að halda félagsfundi um málefni sem koma upp á þingi? Ætti að vera frumkvæði félaga að kalla eftir slíkum fundi eða á það að vera frumkvæði þingflokksins?
Þyrfti að koma því í lög félagsins?

Ég allavega stefni á að halda áfram að vera virkur í grasrótarstarfinu og sækja þaðan þá sýn sem Píratar hafa eins oft og mögulega verði ég valinn til þingmennsku af öðrum Pírötum

Björn Þór Jóhannesson

Hvenær er réttlætanlegt að beita ritskoðun?

Hvað er átt við með ritskoðun? Ritskoðun getur átt við hvort sem gripið er inn í einkasamskipti eða birtingu efnis á almennum vettvangi.

Í hvaða tilgangi gæti verið réttlætanlegt að grípa inn í einkasamskipti? Í dag höfum við sett línuna hér á landi við úrskurð dómara í málum þar sem rökstuddur grunur liggur fyrir glæp. Núverandi stjórnvöld vilja getað hlerað einkasamskipt án rökstudds grun um glæp. Þetta kemur greinilega fram í nýju frumvarpi um framvirkar rannsóknar heimildir.

Hvað með að safna upplýsingum ef enginn rannsakar upplýsingarnar fyrr en heimild hefur verið fenginn? Í fyrrnefndu frumvarpi eru fjarskiptafyrirtæki skylduð til að geyma samskipti í tiltekinn tíma. Ég er nokkuð viss um að fyrir ekki löngu hefði almenningur ekki verið hress með að póstur hefði verið opnaður, afritaður og geymdur. Þó þetta sé í dag tæknilega auðveldara, þýðir það ekki að það sé rétt. Kannski er ástæðan fyrir því að fólk er ekki með áhyggjur af þessu vegna þess að þetta er að gerast í tækniheimi. Þetta er þó ekki svo flókið.

Það eru tvær spurningar allavega sem við þurfum að svara í tengslum við þessa upplýsingasöfnun. Sú fyrri er hver á að bera kostnaðinn. Þetta mun nefnilega bera talsverðan kostnað með sér þó framkvæmanlegt sé. Ekki verður þetta fjármagnað með skattpeningum. Ekki munu fjarskipta fyrirtækin taka kostnaðinn á sig. Er ekki frekar ljóst að kostnaður á fjarskiptum muni hækka? Önnur spurning er hvernig tryggja á að samskiptin verði ekki skoðuð í heimildar leysi. Ljóst er að einhverjir starfsmenn fjarskiptafyrirtækjanna munu hafa aðgengi. Hvað svo með óprúttna þrjóta sem gætu brotið sér leið inn. Margir telja það bara spurningu um hvenær en ekki hvort. Er ekki ljóst að slík upplýsinga söfnun á aldrei að eiga sér stað?

Höfundur þessarar greinar hefur fengið tækifæri til að ræða þessar áhyggjur við Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Sagðist Stefán ekki telja kostnaðinn vera verulegan og vísaði mikið í því samtali í meistara ritgerð Benedikt Smári Skúlasonar. Þegar haft var samband við Benedikt um að fá lesa umrædda ritgerð vildi hann einungis selja okkur eintak og réttlætti kostnaðinn með prentkostnaði. Þegar Benedikt var spurður hvort ekki væri hægt að fá ritgerðina á rafrænu sniðmáti sagðist hann vera búinn að selja hana Innanríkisráðuneytinu og fleirum.

Hægt væri að skrifa frekar um hvort gögn sem stefnumyndun hins opinbera byggir á ætti ekki að vera opin en það er efni í aðra grein.

Komum að ritskoðun á efni til almennings. Óheimilt er auðvitað að dreifa höfundarréttarvörðu efni. En ættum við að gera milliliði ábyrga fyrir efni sem dreift er í gegnum þá? Ástæðan sem oft er gefin upp fyrir því er til að vernda séreignar rétt efnis. En afleiðingarnar yrðu mun víðtækari. Vefir eins og Wikipedia, YouTube, Facebook og svo mætti lengi telgja gætu ekki lengur haldið út gjaldfrjálsri þjónustu. Kostnaðurinn við að hafa allt það fólk sem þyrfti til að skoða allt það efni sem notendur settu inn og ákveða hvort ætti að leyfa það eða ekki yrði stjarnfræðilega hár. Við erum rétt farinn að sjá möguleikana í „crowdsourcing“, það er þegar hópur fólks kemur saman að því að skapa efni sem nýtist svo fjöldanum. Dæmi um slíkt eru að skjóta kollinum upp víðsvegar í dag. Framtíðar möguleikar mannkynsins að njóta góðs að slíku væru nánast alfarið úti.

Í fyrrnefndu samtali við Stefán lögreglustjóra tjáði hann okkur að við værum að herja vonlausa baráttu við allt of sterkan þrýsting frá aðilum að utan. Hvernig viljum við sjá framtíðina í þessum málum hér á landi? Við getum sett fordæmi.

Við þetta má bæta þann ótrúlega vilja sem stórfyrirtækin eru farin að sýna til geta ritskoðað okkur. Microsoft hefur nú fylgt í kjölfarið á Apple með Windows 8. Nú þarf samþykki frá þeim til að setja hugbúnað í nýju ræsivalmyndina sem þeir kalla „tiles“. Amazon er með bakdyr í kindle lesbókunum til að fjarlægja út efni. Það kom einmitt í ljós þegar þeir fjarlægðu 1984 eftir George Orwell (í alvöru). Út hjá notendum. Það eru fjölda dæmi um aukinn vilja til að ritskoða okkur og þeim er að fjölga.

Við verðum að standa betur vörð um það frelsi sem við höfum hingað til talið sjálfsagt.