Sjá dóminn

“Verðtryggingin virðist þó ekki vera ófrávíkjanleg, í þeim skilningi að skylt sé að verðtryggja fasteignalán”

“Enn fremur getur lánveitanda verið skylt að láta neytanda í té tilteknar upplýsingar um þá samningsskilmála sem teljast bindand”

1. spurning: “… hvort tilskipunin leggi almennt bann við notkun samningsskilmála um verðtryggingu veðlána í samningum lánveitenda og neytenda.”
Svar: Nei, slíkir skilmálar geta verið löglegir en beitt á óréttmætan hátt – ef svo, þá eru þeir ólöglegir. Landsdómstóll kveður á um slíkt með tilliti til aðstæðna.

2. spurning: takmarkar tilskipunin “hvaða þættir geti valdið breytingum á fyrirfram ákveðinni vísitölu, á borð við vísitölu neysluverðs, og eftir hvaða aðferðum þær breytingar skuli mældar.”
Svar: Nei, ríki er frjálst að skilgreina hvaða reiknireglur eru notaðar til þess að ákvarða, til dæmis, vísitölu neysluverðs. Verðtryggingin er þannig ekki ólögleg hvað varðar tilskipunina vegna þess hvernig vísitalan er reiknuð.

3. spurning: Er samningsskilmáli sérstaklega umsaminn þegar; (a) verðtrygging er tilgreind og við hvaða vísitölu skuli miða, (b) áætlaðar greiðslur sýndar með athugasemd um að breytingar geti orðið miðað við verðbólgu, (c) báðir samningsaðilar undirrita greiðsluyfirlitið samtímis.
Svar: “ekkert í beiðni landsdómstólsins sem bendir til þess að sérstaklega
hafi verið samið um efni skuldabréfsins sem málið sem þar er rekið snýst um. Ef stefndi heldur öðru fram er það hans að færa sönnur á að svo sé”

Í færri orðum, ef ekki er sérstaklega samið um ákvæði samningsins þá er hann ekki löglegur. EFTA dómstóllinn sér engin gögn um að svo sé og nú verður stefndi (lánveitandinn) að sanna að sérstaklega hafi verið samið um verðtryggingarákvæðið. Það er ekki nóg að annar (óverðtryggður) möguleiki hafi verið til staðar til þess að sérstaklega hafi verið samið um verðtryggingarákvæðið.

Landsdómstóll verður að taka afstöðu um hvort það sé nóg að undirrita greiðsluyfirlit (sem er í raun ekki hægt að semja um því það er bara mat á stöðunni).

4. spurning: Var aðferðinni við útreikning verðbreytinga nægilega vel útskýrð fyrir neytenda?
Svar: Landsdómstóls að ákveða – miðað við svar við spurningu 3.

5. spurning: Ef samningsskilmáli telst óréttmætur, hvaða skyldur leiðast af því?
“slíkur skilmáli sé óskuldbindandi fyrir neytandann að því gefnu að samningurinn geti haldið gildi sínu að öðru leyti án hins óréttmæta skilmála að því marki sem reglur landsréttar leyfa”
Semsagt, óréttmætur skilmáli fellur niður, afgangurinn af samningnum heldur.

————————

Matið um hvað telst umsaminn skilmáli er áhugaverður. Nú þegar maður veit að lán eru ekki endilega ‘vörur’ sem maður bara kaupir eða ekki – heldur er hver og einn hluti samningsins umsemjanlegur, þá kemur maður til með að bera sig öðruvísi að í slíkum aðstæðum.

Ég myndi allavega telja, að ef annar samningsaðilinn telur sig ekki geta breytt ákvæðum samnings, bara skrifað undir eða hafnað – þá séu samningsatriði ekki sérstaklega umsamin.