Á vef DV er mjög góð síða sem útskýrir röð atburða mjög vel. Þegar maður les greinarnar með svona stuttu millibili í réttri röð kemur ýmislegt áhugavert í ljós:

19. nóvember

 • 16:00 – 17:00 skjalið sent á HBK, aðstoðarmenn hennar og ráðuneytisstjóra rétt eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur.
 • 18:40: Gísli talar við starfsmann Vísis.

20. nóvember

 • 09:46: Gísli talar við starfmann mbl.

21. nóvember

 • Einhverjir óbreyttir starfsmenn gætu hafa lekið skjalinu samkvæmt Gísla, þau ummæli eru svo dregin til baka

22. nóvember

 • Innanríkisráðuneytið segir ekkert benda til þess að gögnunum hafi verið lekið úr ráðuneytinu

3. desember

 • HBK endurtekur yfirlýsingu innanríkisráðuneytis í pontu á alþingi og skammast út í fyrirspurn á sama tíma í þokkabót.

10. desember – Hérna dregur til tíðinda og lygarnar hefjast fyrir alvöru.

 • Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir HBK nefndarmönnum að skjalið sé ekki úr innanríkisráðuneytinu. Líklega vegna setningarinnar sem var bætt við skjalið. 

16. desember

 • Aftur í fyrirspurnartíma (sem reynt var að koma í veg fyrir), nú segir HBK að skalið hafi líka farið til rauða krossins. Þetta sama skjal sem var ekki úr innanríkisráðuneytinu … nú er þetta farið að verða ruglingslegt.

18. desember

 • Starfsmaður rauða krossins gagnrýnir HBK fyrir að bendla samtökin við lekann. Rauði krossinn biður ráðherra afsökunar seinna um daginn (? hræddir um að missa styrki samkvæmt starfsmanni RK ?)

12. janúar

 • Innanríkisráðuneyti staðfestir að skjalið hafi einungis farið þangað sem það átti að fara, lögum samkvæmt. Þetta er væntanlega skjalið sem var ekki úr innanríkisráðuneytinu samkvæmt orðum frá 10. des.

17. janúar

 • Þórey: „raunverulega búið að taka fyrir það að þessi gögn hafi farið, eða einhver gögn er varða þessa hælis­leitendur hafi farið úr gögnum ráðuneytisins.“ — Þetta er mjög athyglisvert. Það er búið að taka fram að skjalið hafi einungis verið sent á ‘rétta aðila’ en hérna er sérstaklega tekið fyrir að lekinn hafi komið úr ráðuneytinu.

27. janúar

 • HBK ítrekar á alþingi að engir aðrir en ‘réttir aðilar’ hafi fengið gögn frá ráðuneytinu, ennfremur að efni fjölmiðla sé „ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu“. Þetta er enn athyglisvert miðað við orð HBK frá 10. des og 16. des; orð ráðuneytis þann 12. jan; og orð Þóreyjar þann 17. jan. 

7. febrúar

 • HBK ætlar ekki að víkja úr starfi þrátt fyrir rannsókn. 

13. febrúar

 • BB og HBK neita bæði að ráðuneytis sæti sakamálarannsókn úr pontu alþingis. Það reyndist vera ósatt hjá þeim.

25. febrúar

 • DV greinir frá að aðeins örfáir hafi haft aðgang að skjalinu og nefnir í fyrsta sinn að setningu virðist hafa verið bætt við skjalið. Þetta er sérstaklega athyglisvert vegna þess að fram að þessu ætti fólk bara hafa vitað af einni útgáfu af skjalinu, þeirri sem ráðuneytið bjó upphaflega til. Ef HBK vísaði ávallt í breytta skjalið sem rök fyrir því að það kæmi ekki úr ráðuneytinu, hvernig vissi hún af breytingunum?

2. maí

 • Úrskurðir hæstaréttar og héraðsdóms birtir þar sem kemur fram að ráðherra og aðstoðarmenn hafi fullyrt gegn betri vitund að skjalið hafi ekki komið úr ráðuneyti þeirra.

6. maí

 • HBK segir á alþingi að hún hafi aldrei logið að þingheimi. Hún gerði það 3. des úr pontu alþingis (gögnum ekki lekið úr ráðuneyti), 10. des fyrir þingnefnd (skjalið ekki úr innanríkisráðuneytinu), 27. janúar (ekki sambærilegt við gögn úr ráðuneytinu) úr pontu á alþingi og 13. febrúar (ásamb BB, um rannsókn) – að minnsta kosti. Óbreytt skjal ráðuneytisins er nákvæmlega eins og skjalið sem var lekið ef frá er tekin ein setning. Skjalið er því að megninu til úr innanríkisráðuneytinu og mjög sambærilegt. Einnig staðfesti HBK sjálf að skjalið hefði bara farið til réttra aðila – utanaðkomandi leki er því samkvæmt henni sjálfri, ómögulegur.

3. ágúst

 • HBK fullyrðir að skjalið hafi ekki fundist fyrr en á seinni stigum málsins. Áður hefur komið fram að skjalið var sent HBK, aðstoðarmönnum hennar og ráðuneytisstjóra. Þetta eru ‘réttu aðilarnir’ samkvæmt HBK sjálfri. Gísli opnaði skjalið þann 19. nóv, daginn áður en frétt birtist.

Inn í þessa atburðarrás blandast ráðningar or brottrekstrar, afskipti af störfum fréttamanna og skammir um fyrirspurnir á alþingi.

Það athyglisverðasta í þessu ferli er:

 • Það er staðfest að skjalið sé til og hafi verið lesið af aðstoðarmanni HBK strax í upphafi.
 • HBK vísar mögulega í breytt skjal en það kemur ekki fram fyrr en nokkru seinna að skjalinu sem var lekið hafi verið breytt.
 • Einungis ‘réttir aðilar’ fengu skjalið samkvæmt HBK og ráðuneyti – þrátt fyrir það var rauða krossinum bætt í málið og vísað í opið aðgengi. Það bendir ekki til þess að einungis réttir aðilar hafi verið með aðgang.

Þessar staðreyndir stangast á við orð HBK í þingnefnd og úr pontu alþingis. Það er ómögulegt að segja hver vissi hvað hvenær út frá þessum gögnum en allar líkur eru á því að HBK hafi ekki sagt þingnefnd né alþingi allt sem hún vissi um málið. Réttara sagt er líklegt að hún hafi leynt upplýsingum með því að neita að upplýsingarnar hafi verið til. Sé svo, þá er það lygi.

Lykillinn hérna eru ummæli Gísla þann 21. nóvember. Þar nefnir hann að skjalinu hafi mögulega verið lekið af óbreyttum starfsmanni. Innanríkisráðuneyti og ráðherra staðhæfa svo seinna að einungis ‘réttir aðilar’ hafi fengið skjalið … en annarsstaðar að skjalið hafi verið á opnu drifi. HBK vissi því augljóslega af skjalinu fyrir 3. des og örugglega innihald þess fyrir 27. jan. Miðað við ummælin frá 21. nóvember er líklegt að ‘réttir aðilar’ hafi vitað allt um málið síðan þá. Misbrestirnir í málflutningnum eru augljósir og því augljóst að ekki var öll sagan sögð í þingnefnd og á alþingi.