2014 verður mjög áhugavert ár með tilliti til þeirra áhrifa sem höfundaréttur hefur á samfélag manna. Á árinu 2014 renna úr gildi nokkur einkaleyfi (http://qz.com/106483/3d-printing-will-explode-in-2014-thanks-to-the-expiration-of-key-patents/) sem gerir hárnákvæma þrívíddarprentara mikið ódýrari.

Sjón er sögu ríkari:

Nokkur einkaleyfi hafa þegar fallið úr gildi, þegar leyfi fyrir FDM tegund af 3D prentara rann út lækkaði verðið úr nokkur þúsund dollurum í um 300. Munurinn á gæðum vörunnar sem kemur úr FDM prenturum og þeim sem verða aðgengilegir fyrir eðlilegra verð er gríðarlegur (sjá til dæmis Cube3D hér að ofan).

Möguleikarnir eru gríðarlegir. Leikföng fyrir krakka til dæmis? Prenta lego kubba? Fleiri lestarteinar eða lestir? Bílar? Playmo? Týndist kubbur úr einhverju spili? Húsgögn í dúkkúhúsið? Dúkkuhúsið sjálft … með eigin viðbættri hönnun? Bættu við hæð eða stækkaðu stofuna.

Gömlu leikföngin sem taka of mikið pláss? Skelltu því bara í endurvinnsluvélina (http://gigaom.com/2013/10/08/its-about-to-get-easier-to-3d-print-with-recycled-plastic/) og búðu til nýtt.

Ef stafræn afrit af tónlist, kvikmyndum, forritum og bókum er höfundaréttarvandamál í dag – þá verður 2014 upphafið af einhverju virkilega spennandi.