http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/09/30/rikisstjornin-aetlar-ad-gera-allt-sem-i-hennar-valdi-stendur-til-ad-reisa-alver-i-helguvik/

“””Skýr vilji er meðal allra hlutaðeigandi aðila til að ljúka framkvæmdum við álver í Helguvík og ætlar ríkisstjórnin að „gera allt sem í hennar valdi stendur“ svo að verkefnið verði að veruleika.””” — Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra

Fyrirgefið, en ertu ALVEG viss um að allir hlutaðeigandi – eins og íslensk þjóð – séu tilbúnir til þess að reka annað álver. Nú þegar nota álver næstum 80% af allri raforku sem Ísland framleiðir (samkvæmt áliðnaðinum sjálfum: http://www.samal.is/media/almennt/Alidnadurinn-spurningar-og-svor.pdf).

ÁTTATÍU PRÓSENT! allrar raforku á Íslandi fer í ál.

Mér er algerlega (afsakið orðbragðið) skítsama hvort ‘allir hlutaðeigandi’ vilji endilega þetta álver. Það er slæm hugmynd sama hvað að auka hlutfallslega raforkunotkun áliðnaðar á Íslandi. Það eitt ætti að vera ástæða fyrir því að segja nei – og af nægum öðrum ástæðum er að taka, til dæmis spurning um hvort hægt sé að fá orku fyrir þetta álver.

Hlutaðeigandi, þið eruð klikkuð. Vinsamlega hættið því.