Samkvæmt fjármálaráðherra er staða ríkissjóðs mun verri en gert hafi verið ráð fyrir (sjá: https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=LqzpMZ1FwBQ). Til þess að koma til móts við minni tekjur þá þarf að fara í ýmsar hagræðingaraðgerðir, til dæmis: http://www.dv.is/frettir/2013/6/12/boda-milljarda-laekkun-veidigjoldum-og-aetla-ad-endurskoda-tannlaekningar-barna/

Það má vel vera að stærðfræðikunnáttu minni hafi eitthvað farið aftur frá því að ég var að kenna stærðfræði í grunnskóla fyrir nokkrum árum en einhvern vegin hljómar það undarlega að lækka tekjur …

Eina sem mér dettur í hug er að þessar aðgerðir séu til þess að gera sjávarútvegsfyrirtækjum betra svigrúm til þess að greiða niður gríðarlega skuldsetningu sína, sjá: http://www.althingi.is/altext/142/s/0015.html, þar sem segir meðal annars að skuldir sjávarútvegsfyrirtækja hafa lækkað um 80 milljarða á fjórum árum. Hversu mikið af því ætli séu skuldaniðurfellingar? Óháð því þá hefur skuldastaðan batnað.

Í kosningabaráttunni heyrði ég talsmenn fyrri stjórnar sífellt segja eitthvað á þessa leið: “við getum ekki lækkað skatta, við höfum ekki efni á því”. Nú staðfestir ný stjórn í raun og veru það sem fyrri stjórn sagði um stöðu ríkissjóðs … en samt hefur hún efni á að lækka tekjur á sama tíma og hún getur farið í hagræðingaraðgerðir.

… ég skil þetta ekki.