… þá er sjálfkrafa gert ráð fyrir að önnur skoðunin sé rétt og hin röng. Það er hins vegar alveg jafn líklegt að báðar skoðanirnar séu rangar eða jafnvel hvor tveggja rétt.

Tökum til dæmis fyrir nokkrar spurningar úr kosningakönnun DV, til dæmis :

#36 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú núgildandi kvótakerfi?

kvoti

Hér sést svona í góðum lit hverjir eru hlynntir kvótakerfinu eins og það er og hverjir eru andvígir því. Þetta eru nokkurn vegin tvær andstæðar skoðanir en það er fátt sem gefur til kynna hvor hafi rétt fyrir sér. Útskýringar þeirra sem eru mjög andvíg(ir) er að finna hérna og þar á meðal er hægt að finna eitthvað eins og einfaldar útskýringar frá Arnaldi í Pírötum: “Núverandi kerfi leyfir örfáum aðilum að einoka of mikinn kvóta.” eða nákvæmari útskýringar frá Finnboga í lýðræðisvaktinni:

“Það á bjóða upp kvótann á opnum uppboðsmarkaði, skipt eftir svæðum, byggðum, báta-/skipaflokkum til lengri eða skemmri tíma. Þannig fæst markaðsverð fyrir aflaheimildir og fullt gjald er greitt fyrir notkun þeirra, samfélaginu til heilla. Hægt verður að nota peningana í lækkun skatta, velferðarmál og menntamál, nú eða greiða niður erlendar skuldir. Auka verður frelsi einstaklinga í byggðum landsins að skapa sína eigin framtíð með frjálsum handfæraveiðum og frelsi í línuveiðum.”

Flestir sem eru fylgjandi kvótakerfinu eru ‘frekar hlynnt(ir)’ og er þeirra rök að finna hér. Á meðal röksemda er að finna hjá Sigurði Erni:

“Held að það sé á margan hátt mjög gott, sér í lagi fiskveiðistjórnunarkerfið. En ég er líka á því að atvinnuvegurinn þoli skattlagningu í formi veiðileyfagjalds – en sá skattur má ekki hamla vexti eða framförum í greininni.”

og frá Páli Val:

“Skapa þarf sátt um sjávarútveginn og það strax það er með öllu ólíðandi að óvissa ríki um þessa mikilvægu grein í íslensku atvinnulífi. Sjávarútvegurinn er að skila arði og nú síðasta misseri auknum arði til þjóðarinnar. Það er ljóst að á næstu árum mun kvótinn verða aukinn um mörg þúsund tonn. Það mun skapa mikla möguleika á nýliðun í greininni.”

Hafa þeir sem eru frekar hlynnt(ir) rétt fyrir sér? Gott að hafa fiskveiðistjórnunarkerfi, veiðileyfagjald svo lengi sem það hamli ekki vexti, að allir séu sáttir við kerfið og nýliðun er góð. Þetta hljómar ekkert rangt allavega. Hvað með þá sem eru mjög andvíg(ir)? Einokun, opin svæðaskiptur markaður, aukið frelsi einstaklinga til þess að nálgast auðlindina í gegnum frjálsar línuveiðar. Hljómar ekkert svo rangt heldur. Fiskveiðistjórnunarkerfi er gott en einokun er slæm, veiðileyfagjald en samt frelsi til þess að nálgast auðlindina … nýliðun.

Það er erfitt að segja að einhverjir hafi rétt eða rangt fyrir sér í þessu máli. Vegna þess þá verðum við að vita meira. Píratar leggja þess vegna fram að til að byrja með þá fari allur afli á markað og kvótaeign verði gerð opinber, sem og öll verslun með afla. Allt í einu vitum við svo miklu miklu meira án þess að hafa breytt mjög miklu. Þegar við vitum meira þá er auðveldara að sjá hver hefur rétt fyrir sér. Upplýsingar eru forsenda góðrar ákvarðanatöku. Í stað þess að hengja sig á ‘þú hefur rétt/rangt fyrir þér” þá viljum við að gögnin segi okkur hvað sé rétt eða rangt.

Ég er Pírati og ég var að blogga um kvótakerfið, það kom mér dálítið á óvart.