Skattfrjáls yfirvinna

Tekjur á milli 300 og 700 þ/mán ættu að vera nánast skattfrjálsar. Þá væru menn búnir að borga sinn skerf þegar þeir ná 300þ/mán. Eftir það gætu menn unnið eins og þá lystir áhyggjulaust.

Þorra skatts ætti annað hvort að dreifa á sem flest bök, enda gerir margt smátt eitt stórt, eða leggja á sérfræðinga sem taka varla eftir því þó þeir fái bara næstum öll launin sín.

Það myndi auðvelda mörgum að ná endum saman að geta unnið ögn meira og fengið allt andvirðið í vasann.