Heilsa og langlífi

Ég studdi einu sinni skattahækkanir ef skattarnir rynnu til heilbrigðisstofnana. Ég hélt ranglega að meiri peningur til heilbrigðisstofnanna skilaði sér ávallt í lengra lífi Íslendinga. Sáralítill hluti heilbrigðisstarfseminni snýst raunverulega um líf og dauða. Slysó reynir að laga allt frá lífshættu til höfuðverkjar. Sumir mæta á slysó, bíða í tvær klukkustundir á biðstofu, og fara svo heim sér að meinalausu

En skurðlæknar? Flestar skurðagðerðir virðast vera kirtlataka, ófrjósemisaðgerð eða kjálkaskurðaðgerð. En það eru allt skurðaðgerðir sem eru hættulegri heldur en það sem þær laga. Skurðstofur snúast mestmegnis um að laga kvilla til að gera lífið þægilegra. Við „greiðum“ fyrir með örlítilli áhættu á sýkingu eða dauða. Vinkona mín fer reglulega í kjálkaskurðaðgerð, og er mjög ánægð. Aðrir nota peninginn í annars konar þjónustu. Svona er fólk mismunandi.

Að fjölga skurðaðgerðum myndi leiða til fleirri dauðsfalla. Markmiðið er því ekki að fjölga aðgerðum, heldur að gera einungis þær aðgerðir sem eru áhættunnar virði, og að gera þær þá vel. Slíku markmiði er náð með upplýstri og vandaðri ákvarðanatöku
Með því að vega og meta ávinning, kostnað og áhættu. Lönd skipuleggja lækningar misvel. Skipulagningin fer ekki eftir þeirri upphæð sem varið er til lækninga, heldur eftir því hvort ákvörðun af eða á um aðgerð sé vönduð og með hag sjúklings að leiðarljósi. Til dæmis eyða Norðmenn ríflega tvöfalt meiru í heilbrigðisþjónustu en Íslendingar, en lifa a.m.t. tveimur árum skemur.

Frekar en að fjármagna fleiri ófrjósemisaðgerðir, væri ekki nær að hækka persónuafslátt eða lækka skatta? Án skatta fengju launþegar launin sín útborguð. Þá ættu fleiri efni á skurðlækningum, blóðprufum og annarri þjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga. En líka þeir sem vildu gætu sleppt því að niðurgreiða ófrjósemisaðgerðir og keypt sér mat, föt og reiðhjól—nú eða eignast húsnæði.

Með hjálp World Bank bar ég saman ævilengd og heilbrigðisútgjöld þjóða. Kom einmitt í ljós að við eyðum 4x meira en þarf til að tryggja langlífi.


Graf: Þjóðir eftir ævilengd og heilbrigðisútgjöldum

Bangsi brýst úr prísund

Bangsi búinn að rífa gat á striga til að troða sér út um. Hálfur kominn í gegn. Listaverk Magnúsar bróður míns og Ernu kærustu hans. Sigurvegari málverkakeppni Hins hússins um táknmynd frelsis.

Sjálfsprottið lýðræði

Algeng tengsl manna má flokka í fernt: Fjölskyldubönd, vinskap, viðskiptasambönd og þegnskap.

Fjölskyldubönd eru yfirleitt sterkari en flest önnur. Börn fæðast í fjölskyldu áður en þau kynnast nokkrum vinum. Þeir sem eru í góðum fjölskyldum leita alltaf til fjölskyldunnar, bæði hversdagslega til gamans og þegar á reynir. En þó dramatískt sé, þá er hægt að slíta fjölskyldum, leita í hennar stað til vina eða stofna nýja. Auðvitað eru fjölsyldum einmitt ætlað að gera það sem sjaldnast. En ávallt verður að leyfa að flýja óásættanlegt framferði t.d. foreldra. Fjölskyldur byggja nefnilega og þrífast ekki bara á venju og praktík, heldur mest á kærleik.

Vini veljum við sjálf, hvernig sem við viljum. Skemmtilega, hjálplega, drífandi, gefandi eða áhugaverða. Vinátta er gagnkvæm. Ef svo leiðinlega vildi til að vinur yrði yfirgangssamur, ókurteis og frekur, þá má alltaf slíta vináttunni. Við höldum áfram að vera vinir vegna þess að við viljum öll vera vinir.

Viðskipti eru oftast meira gagnleg og minna skemmtileg. En þau eru val. Við verslum mest við þá sem koma vel fram og veita okkur þjónustu. Ef almenningur snérist gegn Bónus í dag þá eru allar verslanir þess farnar á hausinn innan viku. Þetta aðhald er gott. Allir njóta þessa aðhalds—nema ríkið.

Þessi frábæru, siðvæddu tengsl notum við daglega til að útvega okkur ekki bara húsaskjól, atvinnu og mat, heldur einnig félagsskap og tilgang. Umhyggju og ást. Við hlið þeirra er sorglegt að fjórðu tengslin, þegnskapur, eru þvinguð og ógagnkvæm. Yfirvaldið er óvinsælt. Ólíkt vinskap, þá getum við ekki slitið þegnskap. Ríkið heimtar áfram að ríkja yfir okkur. Ríkisstjórnin á einhverja vini. En hvers vegna eru hinir, sem ekki eru vinir hennar, látnir þjóna henni engu að síður? Væri ekki öllum til framdráttar að tengjast frekar þeim sem við viljum, og þá af gagnkvæmri vináttu sem jafningjar, ættingjar eða vinir?


Geir Ágústsson skrifaði helming á móti mér.

Líbanon

Meðalævilengd Líbana er 80 ár, og hækkar árlega. Rúmur helmingur Líbana er með sjúkratryggingu. Tryggðurr Líbani greiðir lítið eða ekkert sjálfir til lækna. Ótryggðir greiða mestallt sjálfir, sem er þó fimmtungi minna en Íslendingur greiðir úr eigin vasa.

„Lebanon is experiencing an oversupply of physicians. There are 168 hospitals in Lebanon, providing almost 13,000 beds. Most of the hospitals are private, and are run by charities, religious organizations, or private physicians’ families. Of the medical schools, only one, the Lebanese University, is a public institution and free for all accepted students.“

Langlífi er miklu ódýrara í Líbanon en víðast annarsstaðar. Sjúkrakostnaður er greiddur með notendagjöldum og tryggingum (75%), sköttum (24%) og, sérstaklega í tilviki sýrlenskra flóttamanna, af hjálparstofnunum. Í Líbanon eru fleiri sjúkrarúm á mann en á Íslandi.


Kanadískur Cheddar

Breti bakar hafrakex

Á nítjándu öld fluttu Bandaríkin út svo mikið hveiti að hveiti varð ódýrt allstaðar. Korn og brauð var þó áfram rándýrt í Bretlandi vegna himinhárra tolla. Breskir bændur héldu því áfram að rækta korn eins og þeir gátu. Bresk alþýða hélt áfram að kaupa brauð dýru verði. Á norðurhluta eyjunnar var hvítt hveiti munaðarvara. Í Stafforskíri voru pönnukökur bakaðar úr höfrum.

Bændur í Danmörku og Ontario kepptu ekki við Bandaríkin og Vestur-Kanada í kornrækt. Í stað verndartolla, þá hófu Kandar og Danir innflutning á hveiti. Kanadabúar ræktuðu frekar hafra, en Danir fluttu inn hvort tveggja. Kornið notuðu bændurnir til að drýgja kálfa- og svínafóður. Danir enduðu á að mokgræða á útflutningi beikons og smjörs. Árið 1904 fluttu Kanadar út 106 þúsund tonn af Cheddar, enda enska ostategundin framleidd í 1,242 verksmiðjum í Ontario. Árið 1900 var 60% Cheddar osts á Englandi fluttur inn frá Kanada. Englendingar voru of uppteknir við kornrækt til að framleiða eigin ostategund.

Aðrir atvinnuvegir hafa að mestu tekið við af landbúnaði, en framleiðsla hvers Kanadabúa eða Dani er í dag 13-15% meira virði en hvers Breta. Eignir hvers Kanadabúa eða Dana er 13-20% meira virði en hvers Breta. Hveitiskorturinn á Bretlandi var óþarfur. Bráðsniðugt var hjá bændum Ontario og Danmerkur að nýta ódýrt korn til að framleiða smjör og beikon. Í Kanada og Danmörku gátu verkamenn hæglega borðað brauðtegund að eigin vali með smjöri, beikoni og fínasta osti. Á Bretlandi voru bakarí skylduð til að selja brauðhleifi úr óvinsælu korni til jafns við vinsæl brauð.


Smjör, hveiti, beikon og ostur juku ríkidæmi íbúa Ontario og Danmerkur. Í dag eru Bretar eru ríkir, Kanadabúar ríkari og Danir ríkastir.
Meðalkaupmáttur eftir þjóðum. World Bank.

Íbúar Ontario voru kannski ekki eins góðir í framleiðslu enskra osta og Englendingar sjálfir. Þeir nýttu tollfrjálst korn frá Bandaríkjunum og vestlægari fylkjum Kanada. Þannig tókst íbúum fátækrar nýlendunnar, Kanada, að verða ríkari en voldugustu nýlenduherrar heims, Bretar.

Hlutfallslegur ávinningur. Investopedia.

Á nítjándu öld voru Danir álíka frjálshyggnir og íbúar Hong Kong eru í dag.

Hagsaga Danmerkur, frá lokum miðalda til dagsins í dag.

Verðbólga eftir vörutegund

Að áeggjan Önnu Margrétar, kærustu minnar, keypti ég mér klæðnað í gær. Nema hvað fötin reyndust nokkru dýrari en hún bjóst við. Kemur í ljós að karlmannaföt hafa hækkað mun meir í verði en flest annað. Húsnæði, menntun, tómstundir og heilsa hafa hækkað minnst í verði. Karlaföt, flutningar, matur og húsgögn hafa hækkað mest. Athugið að húsgögn bera ennþá almennan toll.

Heimild: Hagstofa Íslands

Verðhækkanirnar eru í óleiðréttum krónum. Á verðlagi hvers mánaðar og árs.

Blanda af verðhjöðnun og verðbólgu

Verð á veitingastöðum þjóta upp samfara kauphækkunum. Í júlí, þegar samkeppnin við erlendar fataverslanir er hörðust, er von á sumarútsölum í fataverslunum. Haustfatnaður fyllir svo aftur hillur á fullu verði í ágúst. Ein vörutegund virðist þó aldeilis ekki ætla að hækka í verði. Það eru lyf.

Verð á lyfjum er stöðugt þó verðbólga sé í öðrum vöruflokkum

Flest verð fara hækkandi, í krónum talið. Nema verð á lyfjum.

Olíuverð lækkaði um helming síðasta vetur. Bensínverð lækkaði um fimmtung. Flutningskostnaður lækkaði í vetur, aldrei þessu vant. Flutningskostnaður lækkaði hraðar en gengi krónunnar féll.


Allar krónutölur eru óleiðréttar. Fram að verkföllum þá hækkuðu laun hraðar en verðlag. Eftir verkföll er hætt við að verðlag hækki hraðar en laun.

Heimild: Hagstofa

Peter Kropotkin um samvinnu

„It is especially in the domain of ethics that the dominating importance of the mutual-aid principle appears in full. That mutual aid is the real foundation of our ethical conceptions seems evident enough. But whatever the opinions as to the first origin of the mutual-aid feeling or instinct may be whether a biological or a supernatural cause is ascribed to it — we must trace its existence as far back as to the lowest stages of the animal world; and from these stages we can follow its uninterrupted evolution, in opposition to a number of contrary agencies, through all degrees of human development, up to the present times. Even the new religions which were born from time to time — always at epochs when the mutual-aid principle was falling into decay in the theocracies and despotic States of the East, or at the decline of the Roman Empire — even the new religions have only reaffirmed that same principle. They found their first supporters among the humble, in the lowest, downtrodden layers of society, where the mutual-aid principle is the necessary foundation of every-day life; and the new forms of union which were introduced in the earliest Buddhist and Christian communities, in the Moravian brotherhoods and so on, took the character of a return to the best aspects of mutual aid in early tribal life.

Each time, however, that an attempt to return to this old principle was made, its fundamental idea itself was widened. From the clan it was extended to the stem, to the federation of stems, to the nation, and finally — in ideal, at least — to the whole of mankind.

In primitive Buddhism, in primitive Christianity, in the writings of some of the Mussulman teachers, in the early movements of the Reform, and especially in the ethical and philosophical movements of the last century and of our own times, the total abandonment of the idea of revenge, or of “due reward” — of good for good and evil for evil — is affirmed more and more vigorously. The higher conception of “no revenge for wrongs,” and of freely giving more than one expects to receive from his neighbours, is proclaimed as being the real principle of morality — a principle superior to mere equivalence, equity, or justice, and more conducive to happiness. And man is appealed to to be guided in his acts, not merely by love, which is always personal, or at the best tribal, but by the perception of his oneness with each human being. In the practice of mutual aid, which we can retrace to the earliest beginnings of evolution, we thus find the positive and undoubted origin of our ethical conceptions; and we can affirm that in the ethical progress of man, mutual support — not mutual struggle — has had the leading part. In its wide extension, even at the present time, we also see the best guarantee of a still loftier evolution of our race.“—Mutual Aid: A Factor of Evolution (1902), Пётр Алексе́евич Кропо́ткин (Pétur Kropotkin)

Við náungakærleik og hjálpsemi vil ég bæta við umburðarlyndi, friðsemi og frelsi.

„Russia was our main point of discussion. The conditions were terrible, as everyone agreed, and the Dictatorship the greatest crime of the Bolsheviki. But there was no reason to lose faith, he assured me. The Revolution and the masses were greater than any political Party and its machinations. The latter might triumph temporarily, but the heart of the Russian masses was uncorrupted and they would rally themselves to a clear understanding of the evil of the Dictatorship and of Bolshevik tyranny. Present Russian life, he said, was an artificial condition forced by the governing class. The rule of a small political Party was based on false theories, violent methods, fearful blunders and general inefficiency. They were suppressing the very expression of the people’s will and initiative which alone could rebuild the ruined economic life of the country. The stupid attitude of the Allied Powers, the blockade and the attacks on the Revolution by the interventionists were helping to strengthen the power of the Communist regime. But things will change and the masses will awaken to the realisation that no one, no political Party or governmental clique must be permitted in the future to monopolise the Revolution, to control or direct it, for such attempts inevitably result in the death of the Revolution itself.“—Some Reminiscences of Kropotkin, Alexander Berkman

Samgöngur

Langflestir ferðast með strætisvögnum á annatíma. Þá eru rúturnar svo fjölmennar að kostnaður per farþega er líklega um hundrað krónur. Samt er Strætó,bs rekið með rúmlega þriggja milljarða tapi á ári.[1] Því valda tómir og hálftómir vagnar. Níu af hverjum tíu sætum eru tóm.

Að ferðast í smekkfullri rútu er örugg og hræódýr leið til að ferðast. Raunkostnaður við kvöldferð með strætisvagni er hinsvegar vel rúmur þúsundkall.[2] Ef skipta þarf um vagn, þá námundast kostnaðurinn uppí þrjú þúsund krónur.

Að aka tómum strætisvagni er kannski óþarfa vinna. Tímasóun sem ætti að linna. Enda fáir sem borga fyrir akstur á tómri rútu—nema yfirvöld.

Hálftómur strætisvagn er seinlegri en leigubíll, og næstum jafn dýr. Mun betra væri að ganga, hjóla eða hringja í skutlara. Píratar ættu að leyfa hverjum sem er að stofna leigubílastöð. City Taxi er ódýrasti löglegi kosturinn, en ólöglegt skutl er mun ódýrara og kannski öruggara.

Í stað að skylda íbúa til að greiða fyrir tóma strætisvagna milli anna, þá ættu Píratar frekar að gefa almenningi peninginn. Þá gæti hver og ein/n ákveðið sjálf/ur hvort hún/hann vill vinna skemur, og njóta þess að ganga á milli staða í rólegheitum, fara milliveginn og hjóla—eða vinna lengur, og splæsa svo í leigubíl. Nú eða kaupa sér áskrift að rútuferðum. Almennings á að vera valið.1: Ársreikningur Strætó,bs, blaðsíða 5. Rekstrarafkoma (0,456 mia.) – rekstrarframlög eignaraðila/sveitarfélaga (2,712 mia.) – ríkisframlag (0,902G mia) = -3,159 mia.

2: Kostnaðargreining Strætó,bs, viðauki A

Vaxandi heilbrigðiskerfi

Hlutfall aflaverðmætis sem rennur beint til ríkissjóðs tvöfaldaðist nýlega.

Heimildir: Samtök iðnaðarins, Íslandsbanki (bls. 9), Arion (bls. 31) og (vandasamur lestur) Fiskistofa

Beinn skattur á fiskafla tvöfaldaðist árið 2012.. Auðlindagjald á útgerðir hækkaði sem sagt um 10 milljarða. Á móti féll sjómannaafsláttur niður árið 2014. Auðlegðarskattur á forríka gamlingja, uppá samtals á 6. milljarð, féll niður sama ár. +10 −6 = +4 svo þessi skattheimta jókst í heildina um 4 milljarða.

Á sama tíma hækkaði ríkisstyrkur til heilbrigðismála um rúma 5 milljarða.

Opinber framlög til heilbrigðismála hafi vaxið hlutfallslega hraðar en hagkerfið, úr 7,4% af landsframleiðslu í 7,5%. Framlög einstaklinga hafa líklega aukist líka. Sú aukning kann að vera hlutfallslega mikil, og að mestu að frumkvæði veikra, slasaðra og aðstandenda þeirra. Meirihluta heilbrigðisútgjalda, og langflest dauðsföll, má rekja til lífsstíls eða hás aldurs.

Óheppnir langveikir frá unga aldri þiggja hinsvegar aðstoð frá velferðarkerfi ríkis, sveitarfélaga, fjölskyldu og sjálfboðaliða. Tilfallandi slys annarra en aldraðra eru orðin merkilega sjaldgæf. Lækningar við slysum eru þar að auki ódýrar—ef þær eru á annað borð til staðar. Kostnaður við lækningar eykst snarlega með háum aldri—en mishratt eftir lífsstíl.