Landbúnaður Nýja-Sjálandi

Bændasamtökum Nýja-Sjálands og kjósendum tókst að fá landbúnaðarstyrki afnumda uppúr 1984. Kosningar þurfti til. Markmið Bændasamtakanna var að draga úr verðbólgunni sem fylgdi hallarekstri ríkissjóðs. Næstu sjö árin voru strembin skipulagning. Án niðurgreiðslu keyptu bændur minna af áburði, en fjárfestu þess í stað í litlu hlutunum sem ríkið hafði aldrei niðurgreitt, t.d. girðingum. Fyrsta kastið fækkaði bændum um 1%. Frá 1992 hefur bændum farið fjölgandi, laun bænda hafa farið hækkandi og útflutningsverðmæti kjöts og víns margfaldast. Dýrum, óþörfum en niðurgreiddum aðföngum hefur verið skipt út fyrir ódýrari og gagnlegri aðföng. Bændafjölskyldur hafa tekið að sér fjölbreyttari aukastörf; víngerð, verslun í kaupstöðum, bændagistingu og leiðsögn ferðamanna. Íbúum landsbyggðarinnar fjölgar því enn meira en sem nemur fjölgun bænda.

Nýsjálenskir bændur rækta helst sauðfé og kýr og brugga vín. Vínrækt varð til samtímis endurskipulagningunni 1984.

Útflutningur víns heldur áfram að skila auknum tekjum árlega.

Nýsjálenskt lambakjöt er enn frægara en vínið.

Skýrsla Bændasamtak Nýja-Sjálands

Auk minni áburðarnotkunar, þá dró bæði úr beit á viðkvæmu og illa grónu landi og allri niðurgreiddi sóun. Í staðinn kom fjölbreyttari landbúnaður. Bændur fengu sjálfir að velja skynsamlegustu fjárfestingarnar og uppskáru fyrir vikið hærri laun og fjölbreyttari vinnu.