Guaido á að fara með vald forseta Venesúela

Á Íslandi gerist það reglulega að þingforseti, forsætisráðherra og forseti hæstaréttar fara tímabundið með vald forseta, til dæmis meðan Guðni Thorlacius er erlendis. Væri ekki frekar skrýtið ef erlend ríki gerðu sér far um að neita að viðurkenna Katrínu Jakobsdóttur, Steingrím J. og Þorgeir Örlygsson sem tímabundna handhafa valds forseta Íslands, ef Guðni neitaði, mætti ekki eða gæti ekki rækt skyldur forseta? Jú.

Það er líka fáránlegt að fara að hunsa það að kjörtímabil Maduro sé út runnið. Í samræmi við stjórnarskrá hefur þing Venesúela lýst því yfir að hann hafi fyrirgert forsetastólnum með því að láta líðast að halda lýðræðislegar forsetakosningar fyrir lok kjörtímabilsins (og þá teljast ekki ólöglegu flýtikosningarnar í maí í fyrra, sem þingið samþykkti aldrei, þar sem mörgum forsetaefnum var bannað að bjóða sig fram og andstæðingar forsetans greiddu ekki einu sinni atkvæði). Þingforseti hefur tímabundið tekið við valdi forseta, í umboði þingsins.

Guaido kjörinn þingmaður í seinustu lýðræðislegu þingkosningum Venesúela. Meirihluti þingsins kom sér saman um að formenn flokka meirihluta þingmanna skyldu skiptast á að vera þingforsetar. Guaido er þingforseti. Þing Venesúela, National Assembly, hefur lýst því yfir að þingforseti verði starfandi forseti til bráðabirgða. Að því sögðu, þá er ómögulegt að honum takist að halda lýðræðislegar forsetakosningar fyrir mánudag, eins og stjórnarskráin fyrirskipar. Skásta leiðin úr stjórnarkreppunni er að leyfa þingforseta, í umboði þingsins, að náða stjórnmálamenn sem Maduro lét ranglega fangelsa og skipuleggja forsetakosningar.

Úr stjórnarskrá Bólivarska lýðsveldisins Venesúela:

Article 233: The President of the Republic shall become permanently unavailable to serve by reason of any of the following events: death; resignation; removal from office by decision of the Supreme Tribunal of Justice; permanent physical or mental disability certified by a medical board designated by the Supreme Tribunal of Justice with the approval of the National Assembly; abandonment of his position, duly declared by the National Assembly; and recall by popular vote.

When an elected President becomes permanently unavailable to serve prior to his inauguration, a new election by universal suffrage and direct ballot shall be held within 30 consecutive days. Pending election and inauguration of the new President, the President of the National Assembly shall take charge of the Presidency of the Republic.

(Wikisource)