Breyting

Ég hef verið að velta fyrir mér framfarahvetjandi ferlum. Afmarkaðar breytingar ættu að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Sem flestir geta prófað nýjungar í smáum stíl.
  2. Öllum sem málið varðar leyft að meta hvaða breytingar eru til hins betra.
  3. Þeim sem kunna er leyft að skipta yfir í nýjungina hvar sem hún hentar án þess að trufla þá sem vilja halda sig við hið gamla.

Breytingar eiga aldrei að ganga yfir alla samtímis. Nýr valkostur er oftast af hinu góða.
Afdrifaríkari breytingar (eins og að færa flugvöll eða spítala) krefjast viðbótarskilyrða:

  1. Þeir sem finna nýjungar sem sanna oft gildi sitt fái aukið svigrúm til að prófa og mistakast inn á milli.
  2. Úrelt kerfi sé ekki lagt niður nema kerfinu sé sjálfhætt (notkun þess standi ekki undir því) eða kerfið brjóti á réttindum.