Monthly Archives: October 2016

Misskipting eigna

Eignamestu 10% Íslendinga eiga 64% framtalsskyldra eigna, en eignast ekki nema 40% nýrra eigna. Ávöxtun þeirra er lægri en hinna 90%. Enda er lífeyrir aldraðra yfirleitt kominn í örugg og innleysanleg skuldabréf þegar eignin nær hámarki, og annar sparnaður bundinn í verðstöðugu húsi. Þeir sem í dag eru ungir, eignalitlir og áhættusamir munu margir verða enn eignameiri gamalmenni en eldri kynslóðin sem á nánast ekkert nema lífeyri og kannski hús.

Ungmenni og konur forgangsraða menntun æ meir fram yfir hús. Þó menntun og hús séu ámóta varanleg, þá telur skattstjóri menntun ekki til eignar.