Monthly Archives: August 2016

Tannlækning

Tvær algengustu aðferðirnar til að skammta læknisþjónustu eru há verð og langir biðlistar. Ef þú værir með tannpínu, hvort hentaði þér betur að borga mikið eða bíða lengi?

Há verð virka sjálfkrafa sem fjáröflun fyrir lækna. Ef marga vantar samskonar þjónustu þá hækkar bæði verðið, og þar með laun lækna, tímabundið þar til fleiri læknar hafa flutt til landsins til að mæta eftirspurninni. Langir biðlistar gera hvorki læknum né sjúklingum neitt gagn. Það eina sem takmarkar lengd (stundum sársaukafullra) biðlista er ef sjúklingar læknast sjálfir eða deyja.

Ef eitthvað er, þá þarf að fjölga tannlæknum, nota tannþráð og gera venjulegt fólk nógu ríkt til að geta farið til tannlæknis. Ekki þvinga niður laun tannlækna með valdi og skattleggja fólk til fátæktar.


Tölfræði