Monthly Archives: December 2015

Heilsa og langlífi

Ég studdi einu sinni skattahækkanir ef skattarnir rynnu til heilbrigðisstofnana. Ég hélt ranglega að meiri peningur til heilbrigðisstofnanna skilaði sér ávallt í lengra lífi Íslendinga. Sáralítill hluti heilbrigðisstarfseminni snýst raunverulega um líf og dauða. Slysó reynir að laga allt frá lífshættu til höfuðverkjar. Sumir mæta á slysó, bíða í tvær klukkustundir á biðstofu, og fara svo heim sér að meinalausu

En skurðlæknar? Flestar skurðagðerðir virðast vera kirtlataka, ófrjósemisaðgerð eða kjálkaskurðaðgerð. En það eru allt skurðaðgerðir sem eru hættulegri heldur en það sem þær laga. Skurðstofur snúast mestmegnis um að laga kvilla til að gera lífið þægilegra. Við „greiðum“ fyrir með örlítilli áhættu á sýkingu eða dauða. Vinkona mín fer reglulega í kjálkaskurðaðgerð, og er mjög ánægð. Aðrir nota peninginn í annars konar þjónustu. Svona er fólk mismunandi.

Að fjölga skurðaðgerðum myndi leiða til fleirri dauðsfalla. Markmiðið er því ekki að fjölga aðgerðum, heldur að gera einungis þær aðgerðir sem eru áhættunnar virði, og að gera þær þá vel. Slíku markmiði er náð með upplýstri og vandaðri ákvarðanatöku
Með því að vega og meta ávinning, kostnað og áhættu. Lönd skipuleggja lækningar misvel. Skipulagningin fer ekki eftir þeirri upphæð sem varið er til lækninga, heldur eftir því hvort ákvörðun af eða á um aðgerð sé vönduð og með hag sjúklings að leiðarljósi. Til dæmis eyða Norðmenn ríflega tvöfalt meiru í heilbrigðisþjónustu en Íslendingar, en lifa a.m.t. tveimur árum skemur.

Frekar en að fjármagna fleiri ófrjósemisaðgerðir, væri ekki nær að hækka persónuafslátt eða lækka skatta? Án skatta fengju launþegar launin sín útborguð. Þá ættu fleiri efni á skurðlækningum, blóðprufum og annarri þjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga. En líka þeir sem vildu gætu sleppt því að niðurgreiða ófrjósemisaðgerðir og keypt sér mat, föt og reiðhjól—nú eða eignast húsnæði.

Með hjálp World Bank bar ég saman ævilengd og heilbrigðisútgjöld þjóða. Kom einmitt í ljós að við eyðum 4x meira en þarf til að tryggja langlífi.


Graf: Þjóðir eftir ævilengd og heilbrigðisútgjöldum