Monthly Archives: November 2015

Bangsi brýst úr prísund

Bangsi búinn að rífa gat á striga til að troða sér út um. Hálfur kominn í gegn. Listaverk Magnúsar bróður míns og Ernu kærustu hans. Sigurvegari málverkakeppni Hins hússins um táknmynd frelsis.

Sjálfsprottið lýðræði

Algeng tengsl manna má flokka í fernt: Fjölskyldubönd, vinskap, viðskiptasambönd og þegnskap.

Fjölskyldubönd eru yfirleitt sterkari en flest önnur. Börn fæðast í fjölskyldu áður en þau kynnast nokkrum vinum. Þeir sem eru í góðum fjölskyldum leita alltaf til fjölskyldunnar, bæði hversdagslega til gamans og þegar á reynir. En þó dramatískt sé, þá er hægt að slíta fjölskyldum, leita í hennar stað til vina eða stofna nýja. Auðvitað eru fjölsyldum einmitt ætlað að gera það sem sjaldnast. En ávallt verður að leyfa að flýja óásættanlegt framferði t.d. foreldra. Fjölskyldur byggja nefnilega og þrífast ekki bara á venju og praktík, heldur mest á kærleik.

Vini veljum við sjálf, hvernig sem við viljum. Skemmtilega, hjálplega, drífandi, gefandi eða áhugaverða. Vinátta er gagnkvæm. Ef svo leiðinlega vildi til að vinur yrði yfirgangssamur, ókurteis og frekur, þá má alltaf slíta vináttunni. Við höldum áfram að vera vinir vegna þess að við viljum öll vera vinir.

Viðskipti eru oftast meira gagnleg og minna skemmtileg. En þau eru val. Við verslum mest við þá sem koma vel fram og veita okkur þjónustu. Ef almenningur snérist gegn Bónus í dag þá eru allar verslanir þess farnar á hausinn innan viku. Þetta aðhald er gott. Allir njóta þessa aðhalds—nema ríkið.

Þessi frábæru, siðvæddu tengsl notum við daglega til að útvega okkur ekki bara húsaskjól, atvinnu og mat, heldur einnig félagsskap og tilgang. Umhyggju og ást. Við hlið þeirra er sorglegt að fjórðu tengslin, þegnskapur, eru þvinguð og ógagnkvæm. Yfirvaldið er óvinsælt. Ólíkt vinskap, þá getum við ekki slitið þegnskap. Ríkið heimtar áfram að ríkja yfir okkur. Ríkisstjórnin á einhverja vini. En hvers vegna eru hinir, sem ekki eru vinir hennar, látnir þjóna henni engu að síður? Væri ekki öllum til framdráttar að tengjast frekar þeim sem við viljum, og þá af gagnkvæmri vináttu sem jafningjar, ættingjar eða vinir?


Geir Ágústsson skrifaði helming á móti mér.

Líbanon

Meðalævilengd Líbana er 80 ár, og hækkar árlega. Rúmur helmingur Líbana er með sjúkratryggingu. Tryggðurr Líbani greiðir lítið eða ekkert sjálfir til lækna. Ótryggðir greiða mestallt sjálfir, sem er þó fimmtungi minna en Íslendingur greiðir úr eigin vasa.

„Lebanon is experiencing an oversupply of physicians. There are 168 hospitals in Lebanon, providing almost 13,000 beds. Most of the hospitals are private, and are run by charities, religious organizations, or private physicians’ families. Of the medical schools, only one, the Lebanese University, is a public institution and free for all accepted students.“

Langlífi er miklu ódýrara í Líbanon en víðast annarsstaðar. Sjúkrakostnaður er greiddur með notendagjöldum og tryggingum (75%), sköttum (24%) og, sérstaklega í tilviki sýrlenskra flóttamanna, af hjálparstofnunum. Í Líbanon eru fleiri sjúkrarúm á mann en á Íslandi.