Monthly Archives: October 2015

Kanadískur Cheddar

Breti bakar hafrakex

Á nítjándu öld fluttu Bandaríkin út svo mikið hveiti að hveiti varð ódýrt allstaðar. Korn og brauð var þó áfram rándýrt í Bretlandi vegna himinhárra tolla. Breskir bændur héldu því áfram að rækta korn eins og þeir gátu. Bresk alþýða hélt áfram að kaupa brauð dýru verði. Á norðurhluta eyjunnar var hvítt hveiti munaðarvara. Í Stafforskíri voru pönnukökur bakaðar úr höfrum.

Bændur í Danmörku og Ontario kepptu ekki við Bandaríkin og Vestur-Kanada í kornrækt. Í stað verndartolla, þá hófu Kandar og Danir innflutning á hveiti. Kanadabúar ræktuðu frekar hafra, en Danir fluttu inn hvort tveggja. Kornið notuðu bændurnir til að drýgja kálfa- og svínafóður. Danir enduðu á að mokgræða á útflutningi beikons og smjörs. Árið 1904 fluttu Kanadar út 106 þúsund tonn af Cheddar, enda enska ostategundin framleidd í 1,242 verksmiðjum í Ontario. Árið 1900 var 60% Cheddar osts á Englandi fluttur inn frá Kanada. Englendingar voru of uppteknir við kornrækt til að framleiða eigin ostategund.

Aðrir atvinnuvegir hafa að mestu tekið við af landbúnaði, en framleiðsla hvers Kanadabúa eða Dani er í dag 13-15% meira virði en hvers Breta. Eignir hvers Kanadabúa eða Dana er 13-20% meira virði en hvers Breta. Hveitiskorturinn á Bretlandi var óþarfur. Bráðsniðugt var hjá bændum Ontario og Danmerkur að nýta ódýrt korn til að framleiða smjör og beikon. Í Kanada og Danmörku gátu verkamenn hæglega borðað brauðtegund að eigin vali með smjöri, beikoni og fínasta osti. Á Bretlandi voru bakarí skylduð til að selja brauðhleifi úr óvinsælu korni til jafns við vinsæl brauð.


Smjör, hveiti, beikon og ostur juku ríkidæmi íbúa Ontario og Danmerkur. Í dag eru Bretar eru ríkir, Kanadabúar ríkari og Danir ríkastir.
Meðalkaupmáttur eftir þjóðum. World Bank.

Íbúar Ontario voru kannski ekki eins góðir í framleiðslu enskra osta og Englendingar sjálfir. Þeir nýttu tollfrjálst korn frá Bandaríkjunum og vestlægari fylkjum Kanada. Þannig tókst íbúum fátækrar nýlendunnar, Kanada, að verða ríkari en voldugustu nýlenduherrar heims, Bretar.

Hlutfallslegur ávinningur. Investopedia.

Á nítjándu öld voru Danir álíka frjálshyggnir og íbúar Hong Kong eru í dag.

Hagsaga Danmerkur, frá lokum miðalda til dagsins í dag.