Monthly Archives: June 2015

Blanda af verðhjöðnun og verðbólgu

Verð á veitingastöðum þjóta upp samfara kauphækkunum. Í júlí, þegar samkeppnin við erlendar fataverslanir er hörðust, er von á sumarútsölum í fataverslunum. Haustfatnaður fyllir svo aftur hillur á fullu verði í ágúst. Ein vörutegund virðist þó aldeilis ekki ætla að hækka í verði. Það eru lyf.

Verð á lyfjum er stöðugt þó verðbólga sé í öðrum vöruflokkum

Flest verð fara hækkandi, í krónum talið. Nema verð á lyfjum.

Olíuverð lækkaði um helming síðasta vetur. Bensínverð lækkaði um fimmtung. Flutningskostnaður lækkaði í vetur, aldrei þessu vant. Flutningskostnaður lækkaði hraðar en gengi krónunnar féll.


Allar krónutölur eru óleiðréttar. Fram að verkföllum þá hækkuðu laun hraðar en verðlag. Eftir verkföll er hætt við að verðlag hækki hraðar en laun.

Heimild: Hagstofa