Monthly Archives: December 2014

Vaxandi heilbrigðiskerfi

Hlutfall aflaverðmætis sem rennur beint til ríkissjóðs tvöfaldaðist nýlega.

Heimildir: Samtök iðnaðarins, Íslandsbanki (bls. 9), Arion (bls. 31) og (vandasamur lestur) Fiskistofa

Beinn skattur á fiskafla tvöfaldaðist árið 2012.. Auðlindagjald á útgerðir hækkaði sem sagt um 10 milljarða. Á móti féll sjómannaafsláttur niður árið 2014. Auðlegðarskattur á forríka gamlingja, uppá samtals á 6. milljarð, féll niður sama ár. +10 −6 = +4 svo þessi skattheimta jókst í heildina um 4 milljarða.

Á sama tíma hækkaði ríkisstyrkur til heilbrigðismála um rúma 5 milljarða.

Opinber framlög til heilbrigðismála hafi vaxið hlutfallslega hraðar en hagkerfið, úr 7,4% af landsframleiðslu í 7,5%. Framlög einstaklinga hafa líklega aukist líka. Sú aukning kann að vera hlutfallslega mikil, og að mestu að frumkvæði veikra, slasaðra og aðstandenda þeirra. Meirihluta heilbrigðisútgjalda, og langflest dauðsföll, má rekja til lífsstíls eða hás aldurs.

Óheppnir langveikir frá unga aldri þiggja hinsvegar aðstoð frá velferðarkerfi ríkis, sveitarfélaga, fjölskyldu og sjálfboðaliða. Tilfallandi slys annarra en aldraðra eru orðin merkilega sjaldgæf. Lækningar við slysum eru þar að auki ódýrar—ef þær eru á annað borð til staðar. Kostnaður við lækningar eykst snarlega með háum aldri—en mishratt eftir lífsstíl.


Heilsugæslur og sjúkrahús

Útgjöld hækkuðu frá 108 milljörðum á ári uppí 134.

Árleg útgjöld opinberra og einkaaðila til heilbrigðismála.
Árin 1998 til 2013. [Hagstofa]


Árið 2000 runnu 118 milljarðar króna af skatti til heilbrigðismála. Árið 2007 voru það 144. Í fyrra voru það 134 milljarðar. Minna heldur en árið 2007, en 16 milljörðum meira en árið 2000 !

Stefna stjórnvalda var að beina sjúklingum (og fjármunum á móti) til heilsugæsla og smærri sjúkrahúsa, til að rýmka til á Landspítala.
Vandamálið er að við sjúklingarnir fréttum ekki af þessu, og förum ennþá á slysó þegar við ættum að fara á heilsugæslu. M.a. þess vegna er rólegt á mörgum heilsugæslum, en allt brjálað á Landspítala. [mbl.is/…/hvers_vegna_er_landspitalinn_i_kreppu]

Möguleg viðbrögð eru að snúa þessu við. Minnka aftur litlu sjúkrahúsin og flestar heilsugæslur, en stækka Landspítala. Eftir hrun var skorið niður á báðum stöðum. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn styrktu heilsugæslur lítillega með því að láta nemendur HÍ greiða örlítið fyrir skólavist. Landspítalanum var leyft að afla sér tekna með því að rukka sjúklinga uppí kostnað. Læknum ber þó enn skylda til að vinna sex daga í viku eftir þörfum.

Hin leiðin er að nýta heilsugæslurnar meira og betur, og að viðhafa heilbrigt líferni. Að borða það sem lætur okkur líða vel til langs tíma litið (frekar en tvær sekúndur). Að hreyfa okkur reglulega og sitja aðeins minna.

Svo má líka alltaf spara til efri áranna.

Enda þurfum við sjaldnast margar lækningar fyrr en aldurinn segir til sín.