Höfundarréttur og þrívíddarprentun

Umtalsverður misskilningur virðist ríkja um höfundarréttarstefnu Pírata, en þegar Píratar kalla eftir endurskoðun á höfundarrétti, þá óska þeir eftir styttum dreifirétti —og frjálsri dreifingu á efni, sé dreifingin ekki í ágóðaskyni. Það eru ekki mörg samfélög sem hafa dafnað þar sem er í lagi að stela og Píratar vilja alls ekki stuðla að slíku.

Þegar Píratar tala um endurskoðun á höfundarrétt er tilhneiging hjá mörgum að bregðast nokkuð harkalega við og segja gjarnan “finnst þér þá bara í lagi að stela?”. Það eru ekki mörg samfélög sem hafa dafnað þar sem er í lagi að stela og ekki vilja Píratar stuðla að slíku. Svo það sé alveg hreint og tært þá er stefna Pírata í höfundarréttarmálum svohljóðandi:

Með tilvísun til eftirfarandi grunngilda Pírata

1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.

2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.

4.3 Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi.

5.1 Takmörkun á frelsi fólks til að safna og miðla upplýsingum er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga.

og með hliðsjón af norsku skýrslunni; ítarlegri rannsókn á áhrifum stafrænnar væðingar á tónlistar iðnaðinnum í Noregi frá 1999 til 2009 – http://www.scribd.com/doc/37406039/Thesis-Bjerkoe-Sorbo
og Hargrave review, skýrslu sem breska ríkisstjórnin lét taka saman http://www.ipo.gov.uk/ipreview-finalreport.pdf

álykta Píratar að eftirfarandi breytingar á höfundarréttarmálum sé nauðsynlegar:

Endurskoðun á sæmdarrétti.
Frjáls dreifing á efni sem er ekki í ágóðaskyni.
20 ár á efni sem er í ágóðaskyni.
Skráning eftir 5 ár til að nýta 20 ára rétt í ágoðaskyni að fullu.
Betri skilgreining á sanngjarnri notkun efnis.
Leyfa aflæsingu á afritunarvörn. Greinilegt skal vera fyrir kaupanda að vara sé læst með afritunarvörn og tálmanir á notkun fyrir löglega kaupendur afnumdar
Ríkisvaldið skuli ekki hafa höfundarrétt á sínu efni.

Höfundarréttur hefur ekki fylgt þeirri tækniþróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár og hefur það haft mjög heftandi áhrif á þróun internetsins sérstaklega. Stóra áskorunin sem internetið mun þurfa að glíma við árið 2014 er þrívíddarprentun. 3D prentun er ekki lengur bundin við litla og krúttlega plasthluti (sjá dæmi fyrir neðan, meðal annars bíla, hljóðfæri, hús, líkamsparta og jafnvel hluti í herþotur). Hefðbundin höfundarréttur gerði engan veginn ráð fyrir því að hægt væri að prenta nýjustu hönnun sem var að koma í búðirnar. Þessi tækni bíður upp á margvíslega möguleika hvað varðar framleiðslu á vörum. Því væri synd að leyfa einhverju á borð við úrelta mynd af höfundarrétt að hefta þá þróun.

Þrívíddarprentun bíður upp á það stórar breytingar í framleiðslu á vörum að horfa verður aftur til iðnbyltingarinnar til þess að finna jafn áhrifamiklar breytingar í framleiðslu. Það er rétt hægt að ímynda sér hvað það munar miklu að þurfa ekki lengur að flytja heilu vörurnar milli landa og þess í stað flytja aðeins hráefnin sem notuð eru í vöruna og svo skjal í tölvu um hvernig skal prenta vöruna út. Sparnaðurinn sem þessi tækni mun skila sér er rosalegur. Minni þörf verður fyrir flutningi á vörum milli landa sem mun spara gríðarlega mikla orku.

Ég bíð því spenntur eftir að sjá hvernig þróunin í þessari tækni verður og hvað verður svo Spotify eða Amazon þrívíddar prentunar.

3D prentaður bíll

http://www.popularmechanics.com/cars/news/industry/urbee-2-the-3d-printed-car-that-will-drive-across-the-country-16119485

3D prentaður gítar

http://cubify.com/products/guitars/index.aspx?tb_shop_guitars

3D prentað hús

http://www.ibtimes.com/3d-printers-build-entire-houses-contour-craftings-aims-print-2500-square-foot-homes-20-hours-video

3D prentaður kjálki

http://www.3dprinterworld.com/article/first-3d-printed-titanium-jaw-implant-sucessful”

3D prentaðir herþotu partar

http://rt.com/news/uk-raf-planes-3d-229/

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *